Eldamennskan eins og jóga: Bleikja með mangó chutney 3. ágúst 2006 15:00 Kristin Arnar Stefánsson Þegar Kristinn er ekki að sjá um matinn í veiðiferðum eða elda á Rauðará þræðir hann veitingastaði borgarinnar, enda mikill matgæðingur. MYND/Hrönn Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti. Bleikja Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti.
Bleikja Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“