Ætlaði að drepa mig á bílastæðinu 3. ágúst 2006 13:30 Guðmundur viðar mete Í leik Keflavíkur gegn Lilleström í Noregi fyrr í sumar. Hann er borinn þungum sökum en vill samt ekki tjá sig. MYND/jón björn Fótbolti Mikið hefur verið ritað og rætt um það sem fór á milli Hjartar Hjartarsonar og Guðmundar Viðars Mete í leik ÍA og Keflavíkur þann 23. júlí síðastliðinn. Hjörtur hefur staðfest að hafa kallað Guðmund Tyrkjadjöful og sagt honum að fara heim. Það gerði hann á opinberum vettvangi. Hann sakaði Guðmund einnig að hafa hótað sér, móður sinni og öðrum líkamsmeiðingum og fleira í þeim dúr. Hjörtur er fyrsti leikmaðurinn í efstu deild sem fær bann fyrir kynþáttafordóma og Guðmundur er fyrsti maðurinn sem fær bann fyrir hótanir og ofbeldisfulla hegðun. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að eftir að hafa grennslast fyrir um hvaða orð Guðmundur lét falla í þessum leik og að það komi ekki heim saman við sögu Hjartar. Ég verð bara að trúa því sem mér er sagt í þessum efnum, sagði Ásmundur. Að öðru leyti hafa hvorki Guðmundur Viðar Mete né Keflvíkingar tjáð sig um málið opinberlega. Aganefnd KSÍ mat orð Hjartar, sem hann viðurkenndi í greinagerð sinni til KSÍ, nóg til að dæma hann í tveggja leikja bann. Guðmundur var dæmdur í eins leiks bann þó svo að hann hafi aldrei viðurkennt að hafa látið þessi orð falla í umræddum leik. Fréttablaðið hafði samband við fleiri framherja í efstu deild karla eftir að heimildir blaðsins hermdu að Hjörtur væri ekki sá eini sem hafði samskonar sögu að segja af viðskiptum sínum við Guðmund Viðar. Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings, fer mjög ítarlega í samskipti sín við Guðmund Viðar á bloggsíðu sinni og má lesa valda kafla af heimasíðu hans hér til hliðar. Þar segir hann meðal annars að Guðmundur Viðar hótaði sér lífláti og gefið sér öflugt olnbogaskot í bringuna. Frásögn Daníels er mjög lík þeirri sem Hjörtur sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu viku. Ég stend við það sem ég skrifaði, sagði Daníel við Fréttablaðið. Það var kannski of mikið að kalla hann asna en að öðru leyti er frásögnin rétt. En ég man nú ekki af hverju þetta byrjaði allt saman. Ég held að ég hafi beðið um aukaspyrnu á hann og hann hafi móðgast svona agalega. Þá byrjaði hann að segja að hann ætlaði að drepa mig og fótbrjóta mig og fleira í þeim dúr. Fréttablaðið hafði einnig samband við fleiri framherja hjá liðum í efstu deild karla og höfðu ekki allir sömu sögu að segja af Guðmundi. Ég þekki hann ekki öðruvísi en sem mjög heiðarlegan leikmann, sagði einn viðmælandi. Sem fyrr vildi Guðmundur Viðar ekki tjá sig um þessi mál er Fréttablaðið hafði samband við hann. Við ætlum ekki að fara með þetta mál í fjölmiðla og ræða þetta þar. Við stöndum fast við það, sagði Guðmundur. Íþróttir Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Sjá meira
Fótbolti Mikið hefur verið ritað og rætt um það sem fór á milli Hjartar Hjartarsonar og Guðmundar Viðars Mete í leik ÍA og Keflavíkur þann 23. júlí síðastliðinn. Hjörtur hefur staðfest að hafa kallað Guðmund Tyrkjadjöful og sagt honum að fara heim. Það gerði hann á opinberum vettvangi. Hann sakaði Guðmund einnig að hafa hótað sér, móður sinni og öðrum líkamsmeiðingum og fleira í þeim dúr. Hjörtur er fyrsti leikmaðurinn í efstu deild sem fær bann fyrir kynþáttafordóma og Guðmundur er fyrsti maðurinn sem fær bann fyrir hótanir og ofbeldisfulla hegðun. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að eftir að hafa grennslast fyrir um hvaða orð Guðmundur lét falla í þessum leik og að það komi ekki heim saman við sögu Hjartar. Ég verð bara að trúa því sem mér er sagt í þessum efnum, sagði Ásmundur. Að öðru leyti hafa hvorki Guðmundur Viðar Mete né Keflvíkingar tjáð sig um málið opinberlega. Aganefnd KSÍ mat orð Hjartar, sem hann viðurkenndi í greinagerð sinni til KSÍ, nóg til að dæma hann í tveggja leikja bann. Guðmundur var dæmdur í eins leiks bann þó svo að hann hafi aldrei viðurkennt að hafa látið þessi orð falla í umræddum leik. Fréttablaðið hafði samband við fleiri framherja í efstu deild karla eftir að heimildir blaðsins hermdu að Hjörtur væri ekki sá eini sem hafði samskonar sögu að segja af viðskiptum sínum við Guðmund Viðar. Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings, fer mjög ítarlega í samskipti sín við Guðmund Viðar á bloggsíðu sinni og má lesa valda kafla af heimasíðu hans hér til hliðar. Þar segir hann meðal annars að Guðmundur Viðar hótaði sér lífláti og gefið sér öflugt olnbogaskot í bringuna. Frásögn Daníels er mjög lík þeirri sem Hjörtur sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu viku. Ég stend við það sem ég skrifaði, sagði Daníel við Fréttablaðið. Það var kannski of mikið að kalla hann asna en að öðru leyti er frásögnin rétt. En ég man nú ekki af hverju þetta byrjaði allt saman. Ég held að ég hafi beðið um aukaspyrnu á hann og hann hafi móðgast svona agalega. Þá byrjaði hann að segja að hann ætlaði að drepa mig og fótbrjóta mig og fleira í þeim dúr. Fréttablaðið hafði einnig samband við fleiri framherja hjá liðum í efstu deild karla og höfðu ekki allir sömu sögu að segja af Guðmundi. Ég þekki hann ekki öðruvísi en sem mjög heiðarlegan leikmann, sagði einn viðmælandi. Sem fyrr vildi Guðmundur Viðar ekki tjá sig um þessi mál er Fréttablaðið hafði samband við hann. Við ætlum ekki að fara með þetta mál í fjölmiðla og ræða þetta þar. Við stöndum fast við það, sagði Guðmundur.
Íþróttir Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum