Storminn tekur að lægja 3. ágúst 2006 00:01 Bankarnir stóðust fyrsta prófið sem þeir mættu eftir afar neikvæða umræðu á alþjóðamörkuðum. Viðbrögð eftir uppgjör KB banka voru blendin en ekki jafn neikvæð og áður. Landsbankinn fékk jákvæðari viðbrögð og fyrstu viðbrögð erlendra aðila við uppgjöri Glitnis virðast benda til þess að þar sé varla veikan blett að finna. Uppgjörin nú eru varða á leið bankanna til að endurvinna traust sem laskaðist í umræðu fyrri hluta ársins. Sú umræða hverfur auðvitað ekki í einu vetvangi. Þeir sem neikvæðastir voru munu þó á endanum bakka út, líklegast með þeim orðum að tekið hafi verið tillit til gagnrýni þeirra. Viðbrögð í gær við uppgjöri Glitnis voru afar góð. Þannig birti franski bankinn Societe Generale stutta skýrslu um uppgjörin þar sem segir að uppgjör Landsbankans og Glitnis blási ferskum vindum trausts inn á markaðinn. Greinandi Credit Suisse segir tíma til kominn að þeir sem drógu upp neikvæða mynd af íslensku bönkunum viðurkenni að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Það mun tæplega gerast, en umræðan um bankana stefnir í að verða yfirvegaðri og sú þróun sem átt hefur sér stað mun að öllum líkindum leiða til þess að það verður ekki jafn auðvelt að stíga fram með hálfkæringi og Þórðargleði til að vekja á sér athygli með því að mála skrattann á vegginn. Staðreyndin er nefnilega sú að í hinum þrönga heimi greinenda banka gátu menn vakið á sér athygli með neikvæðum skýrslum, og smæð bankanna í alþjóðlegu samhengi gerði það að verkum að við áttum okkur formælendur fáa. Það höfðu einfaldlega fáir aðrir en við sjálf hagsmuni af því að mótmæla þeirri mynd sem dregin var upp. Mikilvægi þess að sýnt verði fram á að þeir sem lengst gengu í gagnrýninni hafi haft rangt fyrir sér er því mikilvægt. Eina leiðin til þess er að bankarnir verði áfram reknir af ábyrgð og skynsemi. Rekstrarárangurinn er það eina sem skiptir máli þegar til lengri tíma er horft. Síðustu mánuðir hafa verið mikill lærdómstími fyrir fjármálafyrirtækin. Þau hafa brugðist skynsamlega við. Glitnir tók fyrstur við sér og Viðskiptaráð Íslands brást hárrétt við. Umræðan kviknaði á ósköp einföldu atriði, sem er augljósir veikleikar í hagkerfinu nú um stundir. Enn virðist langt í land að stjórnvöld átti sig til fulls á því hversu miklir hagsmunir eru í húfi að skynsamlega sé haldið á stjórn efnahagsmála. Þar á bæ þurfa menn að draga lærdóm af þeirri umræðu sem hefði, ef ekki hefði verið fyrir það hversu sterkt fjármálakerfið er, getað leitt til alvarlegra vandamála um ókomna tíð. Þrátt fyrir þennan jákvæða árangur væri það barnaskapur að ætla að umræðunni sé lokið. Hún mun halda áfram um ókomna tíð. Næstu mánuðir munu skipta gríðarlega miklu máli. Góð uppgjör út árið og vinna bankanna í að tryggja fjármögnun sína til lengri tíma munu skipta höfuðmáli, því hvað sem líður allri umræðu augnabliksins eru það verkin yfir lengra tímabil sem menn verða dæmdir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Bankarnir stóðust fyrsta prófið sem þeir mættu eftir afar neikvæða umræðu á alþjóðamörkuðum. Viðbrögð eftir uppgjör KB banka voru blendin en ekki jafn neikvæð og áður. Landsbankinn fékk jákvæðari viðbrögð og fyrstu viðbrögð erlendra aðila við uppgjöri Glitnis virðast benda til þess að þar sé varla veikan blett að finna. Uppgjörin nú eru varða á leið bankanna til að endurvinna traust sem laskaðist í umræðu fyrri hluta ársins. Sú umræða hverfur auðvitað ekki í einu vetvangi. Þeir sem neikvæðastir voru munu þó á endanum bakka út, líklegast með þeim orðum að tekið hafi verið tillit til gagnrýni þeirra. Viðbrögð í gær við uppgjöri Glitnis voru afar góð. Þannig birti franski bankinn Societe Generale stutta skýrslu um uppgjörin þar sem segir að uppgjör Landsbankans og Glitnis blási ferskum vindum trausts inn á markaðinn. Greinandi Credit Suisse segir tíma til kominn að þeir sem drógu upp neikvæða mynd af íslensku bönkunum viðurkenni að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Það mun tæplega gerast, en umræðan um bankana stefnir í að verða yfirvegaðri og sú þróun sem átt hefur sér stað mun að öllum líkindum leiða til þess að það verður ekki jafn auðvelt að stíga fram með hálfkæringi og Þórðargleði til að vekja á sér athygli með því að mála skrattann á vegginn. Staðreyndin er nefnilega sú að í hinum þrönga heimi greinenda banka gátu menn vakið á sér athygli með neikvæðum skýrslum, og smæð bankanna í alþjóðlegu samhengi gerði það að verkum að við áttum okkur formælendur fáa. Það höfðu einfaldlega fáir aðrir en við sjálf hagsmuni af því að mótmæla þeirri mynd sem dregin var upp. Mikilvægi þess að sýnt verði fram á að þeir sem lengst gengu í gagnrýninni hafi haft rangt fyrir sér er því mikilvægt. Eina leiðin til þess er að bankarnir verði áfram reknir af ábyrgð og skynsemi. Rekstrarárangurinn er það eina sem skiptir máli þegar til lengri tíma er horft. Síðustu mánuðir hafa verið mikill lærdómstími fyrir fjármálafyrirtækin. Þau hafa brugðist skynsamlega við. Glitnir tók fyrstur við sér og Viðskiptaráð Íslands brást hárrétt við. Umræðan kviknaði á ósköp einföldu atriði, sem er augljósir veikleikar í hagkerfinu nú um stundir. Enn virðist langt í land að stjórnvöld átti sig til fulls á því hversu miklir hagsmunir eru í húfi að skynsamlega sé haldið á stjórn efnahagsmála. Þar á bæ þurfa menn að draga lærdóm af þeirri umræðu sem hefði, ef ekki hefði verið fyrir það hversu sterkt fjármálakerfið er, getað leitt til alvarlegra vandamála um ókomna tíð. Þrátt fyrir þennan jákvæða árangur væri það barnaskapur að ætla að umræðunni sé lokið. Hún mun halda áfram um ókomna tíð. Næstu mánuðir munu skipta gríðarlega miklu máli. Góð uppgjör út árið og vinna bankanna í að tryggja fjármögnun sína til lengri tíma munu skipta höfuðmáli, því hvað sem líður allri umræðu augnabliksins eru það verkin yfir lengra tímabil sem menn verða dæmdir af.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun