Sport

Forráðamenn Wimbledon íhaldssamir

Venus Williams vill jafnrétti í tennisheiminum
Venus Williams vill jafnrétti í tennisheiminum NordicPhotos/GettyImages

Nokkur óánægja hefur gripið um sig í tennisheiminum eftir að forráðamenn Wimbledon-mótsins fræga neituðu að jafna verðlaunafé í karla- og kvennaflokki, en karlarnir fá enn og aftur hærri upphæð fyrir sigur á mótinu í ár eins og verið hefur. Wimbledon er eina mótið sem enn fylgir þessari gömlu hefð, en sigurvegarinn í karlaflokki hlýtur 655.000 pund í verðlaun - en konurnar fá 625.000 pund.

Sigurvegari síðasta árs í kvennaflokki, bandaríska stúlkan Venus Williams, er afar ósátt við þessa þróun. Verðlaunaupphæðin var fyrir skömmu jöfnuð á opna franska meistaramótinu og opna ástralska- og bandaríska gerðu það þar á undan.

"Við viljum vera jafningjar karlanna að öllu leiti, ekki bara á tennisvellinum - heldur að öllu leiti. Við viljum að verðlaunafé verði jafn hátt í karla- og kvennaflokki á Wimbledon og við munum halda áfram að berjast fyrir því," sagði Williams.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×