Sport

Fyrsti titill Hingis í 4 ár

Hingis tekur hér sveiflu í úrslitaleiknum í Róm í dag.
Hingis tekur hér sveiflu í úrslitaleiknum í Róm í dag.

Svissneska tenniskonan Martina Hingis vann sinn fyrsta titil í rúm fjögur ár í dag þegar hún lagði hina rússnesku Dinara Safina á opna ítalska mótinu í Róm. Hingis vann úrslitaleikinn 6-2 og 7-5 sem búist er við að komi henni inn á topp 15 á heimslistanum sem gefinn verður út á morgun. Safina er hins vegar sem stendur í 16.sæti heimslistans.

Hingis sneri aftur í janúar sl. eftir að hafa ekki leikið í þrjú ár vegna ökklameiðsla og gefur sigurinn í dag henni góðar vonir fyrir opna franska mótið sem hefst 28. maí n.k. Þetta er 41. titillinn sem Hingis vinnur á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×