Móðir jörð er ekki til sölu 9. febrúar 2006 00:01 Húsnæðismál Rússlands og landbúnaðarmál hafa verið í ólestri svo lengi sem elztu menn muna og eru það enn, þótt kommúnistar hafi hrökklazt frá völdum fyrir fimmtán árum. Ófremdin stafar meðal annars af því, að of margir Rússar höfðu lengi og hafa margir enn óvenjulegar skoðanir á jarðnæði. Móðir Jörð er ekki til sölu, var sagt um allt Rússland. Hugsjónin var þessi: maður selur ekki jarðnæði, ekki frekar en ömmu sína. Af þessari hugsun leiddi alls kyns höft og hömlur, sem stóðu í vegi fyrir eðlilegri verðmyndun og hagkvæmri nýtingu húsnæðis og lands. Þegar kommúnistar voru við völd, mátti húsaleiga lögum samkvæmt ekki nema meira en 3% af tekjum manna, en algengt var og er vestar í álfunni, að heimilin verji þriðjungi tekna sinna til húsnæðisþarfa. Engan þarf því að undra á húsnæðiseklunni í Sovétríkjunum sálugu. En nú hafa tökin verið losuð þarna austur frá, hömlurnar bíta minna en áður, og húsnæðismálin eru á réttri leið. Það tekur að vísu langan tíma að vinda ofan af vandanum. Íslendingar eru að sumu leyti sama sinnis og Rússar. Þess vegna halda yfirvöldin hér heima uppteknum sið og úthluta lóðum út og suður í stað þess að selja þær á réttu verði, markaðsverði. Og þess vegna meðal annars máttu þau á sínum tíma ekki heyra það nefnt að selja aflaheimildir á markaðsverði frekar en að afhenda þær ókeypis og lögðu með því móti stóran stein í vörðu aukins ójafnaðar um landið. Í þessu ljósi verður það einnig skiljanlegra, hvers vegna Reykjavíkurflugvöllur er ennþá þar sem hann er á einum dýrmætasta skika borgarlandsins: landrýmið hefur ekki verið verðlagt, svo að fjárhagstjónið af völdum óbreyttrar staðsetningar vallarins er hvergi fært til bókar. Ef menn fá ekki að vita, hvað hlutirnir kosta, fara þeir jafnan verr með fé en ella. Niðurníðsla húsnæðis innan um allsnægtir í mörgum bandarískum borgum er angi á sama meiði. Hún stafar öðrum þræði af hámarksleigulöggjöf, sem sviptir eigendur húsnæðis hvatanum til að halda húsum sínum við og byggjendur hvatanum til að reisa ný. Þess vegna líta sum hverfin í Bronx út eins og Dresden eftir stríð, eða Bagdad nú. Hvar eigum við að draga mörkin milli þess, sem er leyfilegt, og hins, sem er það ekki? Mestallur ágreiningur um stjórnmál hverfist um þessa grundvallarspurningu. Hvar eigum við að draga mörkin milli löngunarinnar til að lyfta lífskjörum okkar með því að skipta sem mest við önnur lönd til dæmis með aðild að Evrópusambandinu og hins að sveipa um okkur varnarhjúpi til að bægja frá hættunni á að tapa þjóðlegum sérkennum okkar? Hvar eigum við að draga mörkin milli þess varnings, sem okkur finnst rétt að leyfa að ganga kaupum og sölum, og hins, sem okkur finnst, að eigi ekkert erindi á markað? Fólk er ólíkt sem betur fer og dregur því mörkin á ólíkum stöðum. Tökum dæmi. Þegar forfeður okkar og mæður drifu sig á kjörstað til að kolfella Uppkastið 1908 gegn vilja flestra helztu forustumanna landsins, eins og ég lýsti á þessum stað á fullveldisdaginn 1. desember, notuðu þau tækifærið til að innleiða áfengisbann. Þannig gerðist það, að bjór varð ekki lögleg söluvara á Íslandi eins og í öðrum löndum fyrr en 1989. Og þannig stendur á því, að Íslendingar gátu ekki greitt með krítarkortum í ÁTVR fyrr en fyrir fáeinum árum, af því að lánsviðskipti vegna vínkaupa voru óheimil að lögum. Og hér er einnig að finna skýringuna á því, hvers vegna bjór og borðvín eru ófáanleg í matvörubúðum 98 árum eftir atkvæðagreiðsluna forðum daga. Leiðslurnar eru langar í lífi þjóðar. Það verður að teljast ólíklegt, að nýtt áfengisbann næði fram að ganga í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er ekki víst, hvort Reykvíkingar myndu leyfa sölu víns og bjórs í Melabúðinni, mættu þeir greiða atkvæði um það. Væri ekki vert að reyna það? Það komst hreyfing á flugvallarmálið með atkvæðagreiðslunni 2002. Hvers vegna beita borgarstjórnarmenn sér ekki fyrir svipaðri meðferð í vínsölumálinu? svo að Reykjavík geti þá kannski orðið ögn líkari Kaupmannahöfn, London, París, Róm og Ríó. Á þá allt að vera frjálst? Sumum finnst það, öðrum ekki. Mörkin eru á hreyfingu. Fimm hundruð hagfræðingar sendu bandarískum yfirvöldum bréf í fyrra til að mæla með lögleiðingu hampefna af ýmsu tagi. Ég hefði ekki skrifað undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Húsnæðismál Rússlands og landbúnaðarmál hafa verið í ólestri svo lengi sem elztu menn muna og eru það enn, þótt kommúnistar hafi hrökklazt frá völdum fyrir fimmtán árum. Ófremdin stafar meðal annars af því, að of margir Rússar höfðu lengi og hafa margir enn óvenjulegar skoðanir á jarðnæði. Móðir Jörð er ekki til sölu, var sagt um allt Rússland. Hugsjónin var þessi: maður selur ekki jarðnæði, ekki frekar en ömmu sína. Af þessari hugsun leiddi alls kyns höft og hömlur, sem stóðu í vegi fyrir eðlilegri verðmyndun og hagkvæmri nýtingu húsnæðis og lands. Þegar kommúnistar voru við völd, mátti húsaleiga lögum samkvæmt ekki nema meira en 3% af tekjum manna, en algengt var og er vestar í álfunni, að heimilin verji þriðjungi tekna sinna til húsnæðisþarfa. Engan þarf því að undra á húsnæðiseklunni í Sovétríkjunum sálugu. En nú hafa tökin verið losuð þarna austur frá, hömlurnar bíta minna en áður, og húsnæðismálin eru á réttri leið. Það tekur að vísu langan tíma að vinda ofan af vandanum. Íslendingar eru að sumu leyti sama sinnis og Rússar. Þess vegna halda yfirvöldin hér heima uppteknum sið og úthluta lóðum út og suður í stað þess að selja þær á réttu verði, markaðsverði. Og þess vegna meðal annars máttu þau á sínum tíma ekki heyra það nefnt að selja aflaheimildir á markaðsverði frekar en að afhenda þær ókeypis og lögðu með því móti stóran stein í vörðu aukins ójafnaðar um landið. Í þessu ljósi verður það einnig skiljanlegra, hvers vegna Reykjavíkurflugvöllur er ennþá þar sem hann er á einum dýrmætasta skika borgarlandsins: landrýmið hefur ekki verið verðlagt, svo að fjárhagstjónið af völdum óbreyttrar staðsetningar vallarins er hvergi fært til bókar. Ef menn fá ekki að vita, hvað hlutirnir kosta, fara þeir jafnan verr með fé en ella. Niðurníðsla húsnæðis innan um allsnægtir í mörgum bandarískum borgum er angi á sama meiði. Hún stafar öðrum þræði af hámarksleigulöggjöf, sem sviptir eigendur húsnæðis hvatanum til að halda húsum sínum við og byggjendur hvatanum til að reisa ný. Þess vegna líta sum hverfin í Bronx út eins og Dresden eftir stríð, eða Bagdad nú. Hvar eigum við að draga mörkin milli þess, sem er leyfilegt, og hins, sem er það ekki? Mestallur ágreiningur um stjórnmál hverfist um þessa grundvallarspurningu. Hvar eigum við að draga mörkin milli löngunarinnar til að lyfta lífskjörum okkar með því að skipta sem mest við önnur lönd til dæmis með aðild að Evrópusambandinu og hins að sveipa um okkur varnarhjúpi til að bægja frá hættunni á að tapa þjóðlegum sérkennum okkar? Hvar eigum við að draga mörkin milli þess varnings, sem okkur finnst rétt að leyfa að ganga kaupum og sölum, og hins, sem okkur finnst, að eigi ekkert erindi á markað? Fólk er ólíkt sem betur fer og dregur því mörkin á ólíkum stöðum. Tökum dæmi. Þegar forfeður okkar og mæður drifu sig á kjörstað til að kolfella Uppkastið 1908 gegn vilja flestra helztu forustumanna landsins, eins og ég lýsti á þessum stað á fullveldisdaginn 1. desember, notuðu þau tækifærið til að innleiða áfengisbann. Þannig gerðist það, að bjór varð ekki lögleg söluvara á Íslandi eins og í öðrum löndum fyrr en 1989. Og þannig stendur á því, að Íslendingar gátu ekki greitt með krítarkortum í ÁTVR fyrr en fyrir fáeinum árum, af því að lánsviðskipti vegna vínkaupa voru óheimil að lögum. Og hér er einnig að finna skýringuna á því, hvers vegna bjór og borðvín eru ófáanleg í matvörubúðum 98 árum eftir atkvæðagreiðsluna forðum daga. Leiðslurnar eru langar í lífi þjóðar. Það verður að teljast ólíklegt, að nýtt áfengisbann næði fram að ganga í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er ekki víst, hvort Reykvíkingar myndu leyfa sölu víns og bjórs í Melabúðinni, mættu þeir greiða atkvæði um það. Væri ekki vert að reyna það? Það komst hreyfing á flugvallarmálið með atkvæðagreiðslunni 2002. Hvers vegna beita borgarstjórnarmenn sér ekki fyrir svipaðri meðferð í vínsölumálinu? svo að Reykjavík geti þá kannski orðið ögn líkari Kaupmannahöfn, London, París, Róm og Ríó. Á þá allt að vera frjálst? Sumum finnst það, öðrum ekki. Mörkin eru á hreyfingu. Fimm hundruð hagfræðingar sendu bandarískum yfirvöldum bréf í fyrra til að mæla með lögleiðingu hampefna af ýmsu tagi. Ég hefði ekki skrifað undir.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun