How do you like Iceland? 27. janúar 2006 00:01 Það var ánægjulegt að sjá Guðmund Jónsson óperusöngvara taka við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna úr hendi forsetans í fyrrakvöld. Guðmundur var um árabil stofnun í íslensku tónlistarlífi, sem við sem komin erum á miðjan aldur ólumst upp við að virða og meta. Guðmundur stóð alltaf fyrir sínu hvort sem hann flutti óperuaríu, Hrausta menn ásamt karlakór rétt fyrir fréttir eða var á nútímalegri nótunum að syngja Lax,lax,lax, Jón tröll, eða Það er eins og gerst hafi í gær. Það þótti síður en svo sjálfsagt að virðulegur óperusöngvari eins og Guðmundur væri að syngja svona ábyrgðarlitla dægursöngva, en þjóðin kunni að meta það og elskaði hann fyrir. Þetta var á þeim tíma þegar Íslendingar voru enn ekki mjög frægir í útlöndum en undu þó merkilega glaðir við sitt. Þórólfur Beck og Albert Guðmundsson höfðu gert garðinn frægan í atvinnumensku í fótbolta og óljósar upplýsingar höfðu menn reyndar um umtalsverða sigra Stefáns Íslandi og Maríu Markan á tónlistarsviðinu, en almennt voru Íslendingar þó heldur smáir í heimsfrægðinni. Til marks um vanþakklæti heimsins þótti t.d. sú sérkennilega staðreynd að hljómsveitin Thorshammer náði aldrei almennri hylli á heimsvísu. Þá voru það Guðmundar Jónssynir Íslands sem héldu uppi merki frægðarinnar og almenningur naut þess að tala saman og hlusta á Guðmund á fimmtudagskvöldum, þegar sjónvarpið truflaði ekki. Eitt af því sem oft bar á góma á slíkum fimmtudagskvöldum voru spurningar sérkennilegra fjölmiðlamanna, sem spurðu nánast alla útlendinga sem hingað komu og rötuðu í fréttirnar sömu spurningarinnar. Spurningin brast á strax og útlendingarnir voru komnir niður landgang flugvélarinnar: How do your like Iceland? Hin seinni ár - eftir því sem landsmenn hafa forframast í utanferðum og heimsborgaralegum háttum - tíðkast heldur að gera góðlátlegt grín að þessum kotbændalega brag. Orðalagið How do you like Iceland? er nú orðinn einn þreyttasti en jafnframt mest notaði brandari Íslendinga, sem umgangast þurfa útlendinga af einhverjum ástæðum. Raunar hafa ýmsir gengið skrefi lengra og lagt út af spurningunni eitthvað í þá veru að hún sé til marks um óþroskaða og óörugga sjálfsmynd þjóðarinnar. Landsmenn hafi verið eins og lítil börn sem stöðugt þurftu örvun og hvatningu umheimsins til að líða vel. Ekki er ósennilegt að eitthvað sé til í slíkri þjóðfélagslegri djúpsálarfræði. En því góðlátlega gríni sem í dag er gert að þessum tíma fylgir óneitanlega örlítið yfirlæti og sjálfumgleði yfir því að nú sé öldin orðin önnur. Við heyrum daglegar fréttir af öllum íslensku atvinnumönnunum í knattspyrnu, sem ekki eru lengur tveir heldur tugir. Að vísu snúast fréttirnar mest um það hvort þeir hafa spilað þann daginn eða verið á bekknum, en það er engu að síður merkilegt. Söngvarar og poppstjörnur landsins eru að sigra heiminn og orðnar svo frægar og eftirsóttar að undrun sætir. Öll þessi velgengni er frábær og sérstaklega gleðileg, ekki síst í ljósi þess að nú hefur fína og fræga fólkið í útlöndum áhuga á að koma til Íslands í löngum röðum. Ísland er jú orðið hipp og kúl. Sjónvarpsþættir sem kenndir eru við innlenda dagskrárgerð jafnt sem síður dagblaðanna eru smekkfullir af erlendu frægðarfólki, sem lagt hefur leið sína til tískulandsins Íslands. Í gömlu kvæði segir: Gömul útslitin gáta þó úr gleðinni dró./Hvað hét hundur karls sem í afdölum bjó? Enginn veltir lengur fyrir sér spurningum og efnisvali frétta- og dagskrárgerðarmanna, enda sjónvarpað og útvarpað á fjölda rása samtímis allan sólarhringinn - líka á fimmtudögum. Það er því lítill friður til samtala. En það skyldi þó ekki vera að nýtískulegir hipp og kúl fjölmiðlar samtímans séu - þegar allt kemur til alls - enn að spyrja útlendingana sömu spurningar og menn spurðu í svart/hvítu við landgang flugvéla fyrir þrjátíuog fimm árum? Umbúðirnar eru vissulega glæsilegri og umfangið meira og allt stærra en í gamla daga, rétt eins og allt heila klabbið sé á sterum. En kjarninn er þó augljóslega sá sami: How do you like Iceland? Ef spurningin er í dag komin í ofvaxinn búning steranna, er þá ekki óöryggi sjálfsmyndarinnar sem spurningin endurspeglar líka orðin ofvaxin? Og erum við þá kannski ekkert betur sett með að vera svona hipp og kúl eftir allt saman!? Já, Guðmundur, það er eins og gerst hafi í gær! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
Það var ánægjulegt að sjá Guðmund Jónsson óperusöngvara taka við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna úr hendi forsetans í fyrrakvöld. Guðmundur var um árabil stofnun í íslensku tónlistarlífi, sem við sem komin erum á miðjan aldur ólumst upp við að virða og meta. Guðmundur stóð alltaf fyrir sínu hvort sem hann flutti óperuaríu, Hrausta menn ásamt karlakór rétt fyrir fréttir eða var á nútímalegri nótunum að syngja Lax,lax,lax, Jón tröll, eða Það er eins og gerst hafi í gær. Það þótti síður en svo sjálfsagt að virðulegur óperusöngvari eins og Guðmundur væri að syngja svona ábyrgðarlitla dægursöngva, en þjóðin kunni að meta það og elskaði hann fyrir. Þetta var á þeim tíma þegar Íslendingar voru enn ekki mjög frægir í útlöndum en undu þó merkilega glaðir við sitt. Þórólfur Beck og Albert Guðmundsson höfðu gert garðinn frægan í atvinnumensku í fótbolta og óljósar upplýsingar höfðu menn reyndar um umtalsverða sigra Stefáns Íslandi og Maríu Markan á tónlistarsviðinu, en almennt voru Íslendingar þó heldur smáir í heimsfrægðinni. Til marks um vanþakklæti heimsins þótti t.d. sú sérkennilega staðreynd að hljómsveitin Thorshammer náði aldrei almennri hylli á heimsvísu. Þá voru það Guðmundar Jónssynir Íslands sem héldu uppi merki frægðarinnar og almenningur naut þess að tala saman og hlusta á Guðmund á fimmtudagskvöldum, þegar sjónvarpið truflaði ekki. Eitt af því sem oft bar á góma á slíkum fimmtudagskvöldum voru spurningar sérkennilegra fjölmiðlamanna, sem spurðu nánast alla útlendinga sem hingað komu og rötuðu í fréttirnar sömu spurningarinnar. Spurningin brast á strax og útlendingarnir voru komnir niður landgang flugvélarinnar: How do your like Iceland? Hin seinni ár - eftir því sem landsmenn hafa forframast í utanferðum og heimsborgaralegum háttum - tíðkast heldur að gera góðlátlegt grín að þessum kotbændalega brag. Orðalagið How do you like Iceland? er nú orðinn einn þreyttasti en jafnframt mest notaði brandari Íslendinga, sem umgangast þurfa útlendinga af einhverjum ástæðum. Raunar hafa ýmsir gengið skrefi lengra og lagt út af spurningunni eitthvað í þá veru að hún sé til marks um óþroskaða og óörugga sjálfsmynd þjóðarinnar. Landsmenn hafi verið eins og lítil börn sem stöðugt þurftu örvun og hvatningu umheimsins til að líða vel. Ekki er ósennilegt að eitthvað sé til í slíkri þjóðfélagslegri djúpsálarfræði. En því góðlátlega gríni sem í dag er gert að þessum tíma fylgir óneitanlega örlítið yfirlæti og sjálfumgleði yfir því að nú sé öldin orðin önnur. Við heyrum daglegar fréttir af öllum íslensku atvinnumönnunum í knattspyrnu, sem ekki eru lengur tveir heldur tugir. Að vísu snúast fréttirnar mest um það hvort þeir hafa spilað þann daginn eða verið á bekknum, en það er engu að síður merkilegt. Söngvarar og poppstjörnur landsins eru að sigra heiminn og orðnar svo frægar og eftirsóttar að undrun sætir. Öll þessi velgengni er frábær og sérstaklega gleðileg, ekki síst í ljósi þess að nú hefur fína og fræga fólkið í útlöndum áhuga á að koma til Íslands í löngum röðum. Ísland er jú orðið hipp og kúl. Sjónvarpsþættir sem kenndir eru við innlenda dagskrárgerð jafnt sem síður dagblaðanna eru smekkfullir af erlendu frægðarfólki, sem lagt hefur leið sína til tískulandsins Íslands. Í gömlu kvæði segir: Gömul útslitin gáta þó úr gleðinni dró./Hvað hét hundur karls sem í afdölum bjó? Enginn veltir lengur fyrir sér spurningum og efnisvali frétta- og dagskrárgerðarmanna, enda sjónvarpað og útvarpað á fjölda rása samtímis allan sólarhringinn - líka á fimmtudögum. Það er því lítill friður til samtala. En það skyldi þó ekki vera að nýtískulegir hipp og kúl fjölmiðlar samtímans séu - þegar allt kemur til alls - enn að spyrja útlendingana sömu spurningar og menn spurðu í svart/hvítu við landgang flugvéla fyrir þrjátíuog fimm árum? Umbúðirnar eru vissulega glæsilegri og umfangið meira og allt stærra en í gamla daga, rétt eins og allt heila klabbið sé á sterum. En kjarninn er þó augljóslega sá sami: How do you like Iceland? Ef spurningin er í dag komin í ofvaxinn búning steranna, er þá ekki óöryggi sjálfsmyndarinnar sem spurningin endurspeglar líka orðin ofvaxin? Og erum við þá kannski ekkert betur sett með að vera svona hipp og kúl eftir allt saman!? Já, Guðmundur, það er eins og gerst hafi í gær!
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun