Hver er arftakinn? 6. mars 2006 18:54 Brotthvarf Árna veikir Framsóknarflokkinn heyrir maður á NFS. Hins vegar segir alveg þveröfugt í Ríkisútvarpinu. Þar fær maður að vita að brotthvarf Árna styrki Framsóknarflokkinn. Virðulegir stjórnmálafræðingar eru hafðir fyrir báðum þessum skoðunum - Baldur Þórhallsson og Birgir Guðmundsson. Kannski getur maður farið bil beggja - sagt að þetta breyti ekki neinu. Það finnst mér eiginlega líklegast. Fylgi Framsóknar dvínar ekki, en það hækkar ekki heldur. En það sætir náttúrlega tíðindum að Jón Kristjánsson skuli hverfa úr heilbrigðisráðuneytinu. Hann þraukaði lengi, það má hann eiga, en undir það síðasta sá varla til sólar. Yfirleitt endar þetta með ósköpum hjá heilbrigðisráðherrum. Áhugamenn um pólitík þykjast muna þegar Sighvatur Björgvinsson gaf út þrjár reglugerðir á dag og allar vísuðu hver í sína áttina, svo kom Ingibjörg Pálmadóttir sem endaði feril sinn með því að hníga niður í beinni útsendingu. Ingibjörg er hjúkrunarfræðingur, Siv sjúkraþjálfari. Vandinn í heilbrigðiskerfinu er að það er við ofursterka hagsmunahópa að eiga. Embættismannakerfið er líka mjög valdamikið - bæði það sem situr í ráðuneytinu og í yfirstjórn Landspítalans. Heilbrigðisráðherrar fá kannski ekki svo miklu áorkað. Að minnsta kosti var eins og Jón Kristjánsson fyndi til algjörs vanmáttar undir það síðasta - sérstaklega gagnvart ástandinu í hjúkrunarmálum gamla fólksins. --- --- --- Illkvittinn maður sem ég hitti í dag sagði að Halldór gæti með þessum mannabreytingum náð sér niður á tveimur konum sem hafa reynst honum erfiðar. Það væri þó huggun fyrir hann. Siv fær ráðuneyti sem er næstum ómögulegt að ráða við, Jónína Bjartmarz fær ekki ráðuneyti sem hún þráði mjög. --- --- --- Hver er arftakinn í Framsóknarflokknum eftir þetta? Guðni Ágústsson - ha? Siv - ef henni tekst að þrauka ár í heilbrigðisráðuneytinu án þess að skaðast? Björn Ingi - ef hann nær sæmilegum árangri í borginni? Er Valgerður Sverrisdóttir ekki orðin of samdauna álinu til að eiga séns? Já, hver? Getur Halldór kannski aldrei hætt? --- --- --- Annars er merkilegt til þess að hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki átt heilbrigðisráðherra síðan 1987 - í heila tvo áratugi. Hann forðast þetta ráðuneyti eins og pestina. Er ekki kominn tími til að það breytist? Þá fer kannski að reyna dálítið á hugsjónir flokksins. --- --- --- Svo spyr maður: Ætli Íslandsbanki hafi hringt í Árna eða ráðherrann í bankann? Hvernig verður svona díll til? Þetta var einfalt þegar Finnur fór í Seðlabankann, þá réð hann einfaldlega sjálfan sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun
Brotthvarf Árna veikir Framsóknarflokkinn heyrir maður á NFS. Hins vegar segir alveg þveröfugt í Ríkisútvarpinu. Þar fær maður að vita að brotthvarf Árna styrki Framsóknarflokkinn. Virðulegir stjórnmálafræðingar eru hafðir fyrir báðum þessum skoðunum - Baldur Þórhallsson og Birgir Guðmundsson. Kannski getur maður farið bil beggja - sagt að þetta breyti ekki neinu. Það finnst mér eiginlega líklegast. Fylgi Framsóknar dvínar ekki, en það hækkar ekki heldur. En það sætir náttúrlega tíðindum að Jón Kristjánsson skuli hverfa úr heilbrigðisráðuneytinu. Hann þraukaði lengi, það má hann eiga, en undir það síðasta sá varla til sólar. Yfirleitt endar þetta með ósköpum hjá heilbrigðisráðherrum. Áhugamenn um pólitík þykjast muna þegar Sighvatur Björgvinsson gaf út þrjár reglugerðir á dag og allar vísuðu hver í sína áttina, svo kom Ingibjörg Pálmadóttir sem endaði feril sinn með því að hníga niður í beinni útsendingu. Ingibjörg er hjúkrunarfræðingur, Siv sjúkraþjálfari. Vandinn í heilbrigðiskerfinu er að það er við ofursterka hagsmunahópa að eiga. Embættismannakerfið er líka mjög valdamikið - bæði það sem situr í ráðuneytinu og í yfirstjórn Landspítalans. Heilbrigðisráðherrar fá kannski ekki svo miklu áorkað. Að minnsta kosti var eins og Jón Kristjánsson fyndi til algjörs vanmáttar undir það síðasta - sérstaklega gagnvart ástandinu í hjúkrunarmálum gamla fólksins. --- --- --- Illkvittinn maður sem ég hitti í dag sagði að Halldór gæti með þessum mannabreytingum náð sér niður á tveimur konum sem hafa reynst honum erfiðar. Það væri þó huggun fyrir hann. Siv fær ráðuneyti sem er næstum ómögulegt að ráða við, Jónína Bjartmarz fær ekki ráðuneyti sem hún þráði mjög. --- --- --- Hver er arftakinn í Framsóknarflokknum eftir þetta? Guðni Ágústsson - ha? Siv - ef henni tekst að þrauka ár í heilbrigðisráðuneytinu án þess að skaðast? Björn Ingi - ef hann nær sæmilegum árangri í borginni? Er Valgerður Sverrisdóttir ekki orðin of samdauna álinu til að eiga séns? Já, hver? Getur Halldór kannski aldrei hætt? --- --- --- Annars er merkilegt til þess að hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki átt heilbrigðisráðherra síðan 1987 - í heila tvo áratugi. Hann forðast þetta ráðuneyti eins og pestina. Er ekki kominn tími til að það breytist? Þá fer kannski að reyna dálítið á hugsjónir flokksins. --- --- --- Svo spyr maður: Ætli Íslandsbanki hafi hringt í Árna eða ráðherrann í bankann? Hvernig verður svona díll til? Þetta var einfalt þegar Finnur fór í Seðlabankann, þá réð hann einfaldlega sjálfan sig.