Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, varð í dag þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis en Íslandsmótinu lauk í dag. Guðmundur sem er 23 ára hefur nú samtals unnið 100 Íslandsmeistaratitla í fullorðins og unglingaflokkum. Í dag tryggði hann sér titlana í einliðaleik, tvenndarkeppni og tvíliðaleik.
Guðrún Björnsdóttir úr KR varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna.