Skrítið tilhugalíf – sjarmalaus ríkisstjórn 3. október 2006 19:35 Á maður að gefa eitthvað fyrir samkomulag stjórnarandstöðunnar um samstarf í þinginu í vetur - tilhugalíf eins og það er kallað? Er ekki líklegra að standi yfir ofsafengin keppni um hvor sé forystuflokkur á vinstri vængnum, Samfylkingin eða Vinstri grænir? Frá fornu fari hefur verið mikil óvild milli flokkanna tveggja á vinstri vængnum, hvort sem þeir heita Samfylking og VG eða Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Þeim hefur gengið mjög erfiðlega að vinna saman í ríkisstjórn. Í hópi þeirra sem lengst eru til vinstri er varla til ljótara skammaryrði en "krati". Í Samfylkingunni er líka fjöldi manns sem kysi heldur að vinna með Sjálfstæðisflokknum - og kannski er slíkt fólk líka að finna innan VG? Samfylkingin á í mestu brösum með náttúruverndarmálin eftir að hafa aldrei getað haft heillega skoðun á framkvæmdunum fyrir austan. Flokkurinn hefur líka í sínum röðum fólk sem er ekkert ginnkeypt fyrir umhverfisvernd, vildi þess vegna virkja hverja sprænu, á meðan Vinstri grænir sjá sér hag í því að hamra stöðugt á Kárahnjúkavirkjun. Þeir telja að útbreidd andstaða við virkjunina sé ávísun á kosningasigur í vor. Svo er líka spurning um hugmyndir Samfylkingarinnar varðandi Evrópu, matarverð, landbúnað, einkarekstur - varla verður þeim öllum pakkað niður til að þóknast Steingrími, Ögmundi og rauðliðunum í VG. Eða getur Samfylkingin sagt eins og Marx (Graucho, ekki Karl): "Those are my principles and if you don´t like them, I´ve got others!" --- --- --- Einhvern veginn er maður orðinn svo samdauna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að maður heldur að hún sitji til eilífðarnóns. Maður þekkir varla annað núorðið. Þessir flokkar kjósa líka að starfa saman hvar sem þeir hafa færi á. Framsókn kann varla annað lengur - tilverugrundvöllur þess flokks verður sífellt óljósari. Foringjaskiptin í flokknum eru algjör ráðgáta. Þetta er ekki stjórn sem er líkleg til stórafreka, hún er ekki hrífandi, veitir engan innblástur, er nokkurn veginn laus við allan sjarma - en áfram skröltir hún þó. Kannski þora kjósendur ekki alveg að skipta. Nú þegar ég skrifa þetta er Geir Haarde að flytja fyrstu stefnu ræðu sína sem forsætisráðherra. Það er greinilegt að þjóðin treystir Geir vel - og ekki ástæða til annars - en ósköp tekst honum að vera fýldur. Manni sýnist að hann sé alveg hættur að nenna að standa í pólitískri umræðu. Það er að sumu leyti ókostur hjá stjórnmálamanni. --- --- --- Það eru tíðindi að Kjartan Gunnarsson sé að hætta. Sá sem tekur við honum, Andri Óttarsson, er sannarlega af öðru sauðahúsi. Þetta eru meira en kynslóðaskipti. Andri hefur verið talsmaður mjúkra og frjálslyndra gilda innan Sjálfstæðisflokksins, hann er hallur undir mannréttindalögfræði og hefur fjallað mikið um réttindi innflytjenda og samkynhneigðra. Einnig minnast menn þess að Andri komst upp á kant við Björn Bjarnason þegar hann gagnrýndi val dómsmálaráðherrans á mönnum í Hæstarétt. Þannig er hann óralangt frá Heimastjórnarflokknum og hlýtur að vita á nýja tíma í Valhöll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á maður að gefa eitthvað fyrir samkomulag stjórnarandstöðunnar um samstarf í þinginu í vetur - tilhugalíf eins og það er kallað? Er ekki líklegra að standi yfir ofsafengin keppni um hvor sé forystuflokkur á vinstri vængnum, Samfylkingin eða Vinstri grænir? Frá fornu fari hefur verið mikil óvild milli flokkanna tveggja á vinstri vængnum, hvort sem þeir heita Samfylking og VG eða Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Þeim hefur gengið mjög erfiðlega að vinna saman í ríkisstjórn. Í hópi þeirra sem lengst eru til vinstri er varla til ljótara skammaryrði en "krati". Í Samfylkingunni er líka fjöldi manns sem kysi heldur að vinna með Sjálfstæðisflokknum - og kannski er slíkt fólk líka að finna innan VG? Samfylkingin á í mestu brösum með náttúruverndarmálin eftir að hafa aldrei getað haft heillega skoðun á framkvæmdunum fyrir austan. Flokkurinn hefur líka í sínum röðum fólk sem er ekkert ginnkeypt fyrir umhverfisvernd, vildi þess vegna virkja hverja sprænu, á meðan Vinstri grænir sjá sér hag í því að hamra stöðugt á Kárahnjúkavirkjun. Þeir telja að útbreidd andstaða við virkjunina sé ávísun á kosningasigur í vor. Svo er líka spurning um hugmyndir Samfylkingarinnar varðandi Evrópu, matarverð, landbúnað, einkarekstur - varla verður þeim öllum pakkað niður til að þóknast Steingrími, Ögmundi og rauðliðunum í VG. Eða getur Samfylkingin sagt eins og Marx (Graucho, ekki Karl): "Those are my principles and if you don´t like them, I´ve got others!" --- --- --- Einhvern veginn er maður orðinn svo samdauna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að maður heldur að hún sitji til eilífðarnóns. Maður þekkir varla annað núorðið. Þessir flokkar kjósa líka að starfa saman hvar sem þeir hafa færi á. Framsókn kann varla annað lengur - tilverugrundvöllur þess flokks verður sífellt óljósari. Foringjaskiptin í flokknum eru algjör ráðgáta. Þetta er ekki stjórn sem er líkleg til stórafreka, hún er ekki hrífandi, veitir engan innblástur, er nokkurn veginn laus við allan sjarma - en áfram skröltir hún þó. Kannski þora kjósendur ekki alveg að skipta. Nú þegar ég skrifa þetta er Geir Haarde að flytja fyrstu stefnu ræðu sína sem forsætisráðherra. Það er greinilegt að þjóðin treystir Geir vel - og ekki ástæða til annars - en ósköp tekst honum að vera fýldur. Manni sýnist að hann sé alveg hættur að nenna að standa í pólitískri umræðu. Það er að sumu leyti ókostur hjá stjórnmálamanni. --- --- --- Það eru tíðindi að Kjartan Gunnarsson sé að hætta. Sá sem tekur við honum, Andri Óttarsson, er sannarlega af öðru sauðahúsi. Þetta eru meira en kynslóðaskipti. Andri hefur verið talsmaður mjúkra og frjálslyndra gilda innan Sjálfstæðisflokksins, hann er hallur undir mannréttindalögfræði og hefur fjallað mikið um réttindi innflytjenda og samkynhneigðra. Einnig minnast menn þess að Andri komst upp á kant við Björn Bjarnason þegar hann gagnrýndi val dómsmálaráðherrans á mönnum í Hæstarétt. Þannig er hann óralangt frá Heimastjórnarflokknum og hlýtur að vita á nýja tíma í Valhöll.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun