Viðskipti innlent

Tvíburakort hjá Símanum

Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana.

Í tilkynningu frá Símanum segir að þótt um tvö símakort (sim-kort) sé að ræða þá vinni kortin saman þannig að notandinn og þeir sem hringja í hann nota einungis eitt númer. Notandinn þarf ekki að vera með báða símana á sér því símtöl flytjast í aukasímann, sé aðalsíminn ekki í notkun. Þá nota báðir símarnir sama talhólf. Sama númerið birtist því ávallt óháð því úr hvorum símanum er.

Notkun símana gjaldfærist á bæði númer símanna þannig að notandinn getur fylgst með kostnaði beggja símtækjanna, að því er segir í tilkynningunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×