Benedikt Magnússon stóð sig vel í gær og er í fjórða sætinuMynd/Heiða
Benedikt Magnússon hafnaði í fjórða sæti eftir fyrri daginn í úrslitum mótsins um sterkasta mann heims hjá IFSA aflraunasambandinu í Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Keppni heldur áfram í Víðidalnum í dag og þá færst úr því skorið hver er sterkasti maður heims. Þeir Savickas og Koklyaev voru jafnir í efsta sæti eftir fyrsta daginn.