Ljóst eða dökkt? 27. apríl 2006 20:57 Maður sem ég hitti taldi að valið í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík stæði milli eintómra sósíalistaflokka. Einkum fannst honum Sjálfstæðisflokkurinn vera farinn að hallast langt til vinstri. En það er sjálfsagt meðvitað - flokkurinn veit að til þess að vinna borgina þarf hann að höfða til fólks sem venjulega myndi ekki kjósa hann - og til kvenna sem hafa frekar forðast hann undanfarin ár. Loforð um að taka á öllu "skutlinu" sem er að fara með borgarbúa ættu að höfða sérstaklega til kvenna - allavega þeirra sem ég hef talað við. En þá er þess að gæta að tímasóunin sem Sjálfstæðisflokkurinn vill nú forða borgurunum frá á fyrst og fremst rætur sínar í vondu borgarskipulagi. Í svona dreifðri borg eru allar leiðir mjög langar og ferðir taka óþarflega mikinn tíma. Þannig er þetta vandi sem við höfum skapað okkur sjálfum með fyrirhyggjuleysi - já og heimsku. Vandamálið versnar svo eftir því sem kreppist meira um tíma fólks - og eldsneytisverð hækkar. --- --- --- Annars er merkilegt að sjá auglýsingar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með ljóshærða fólkið, stillir því afar fallega upp: Hönnu Birnu, Gísla Marteini, Þorbjörgu Helgu, Júlíusi Vífli, Sif Sigfúsdóttur. Samfylkingin teflir hins vegar fram dökkhærðu fólki: Degi B., Steinunni Valdísi, Björk Vilhelmsdóttur, Oddnýju Sturludóttur, Dofra Hermannssyni. Hvort er sigurstranglegra - ljóst eða dökkt hár? --- --- --- Sturla Böðvarsson hefur verið með eilífan þvergirðing í garð Reykjavíkur allar götur síðan hann varð samgönguráðherra. Helst hefur ekki mátt kosta neinu til neins í borginni. Því er helber dónaskapur þegar hann vill skipa fyrir um hvar í bænum Sundabrautin á að liggja. Sturla ætlar að bjóða upp á einhvers konar útsöluleið, eins ódýrt og lélegt og hægt er - alveg án tillits til byggðarinnar í kring. Svo fer Sturla að hóta að byrja að byggja Sundabraut uppi á Kjalarnesi. Þangað er byggðin að dreifast eftir endalaus skipulagsmistök undanfarinna áratuga. Þarna í rokinu er auðvitað síðasti staðurinn þar sem á að byggja borg. En ráðherrann vill semsé ná sér niðri á Reykvíkingum með því að hefja framkvæmdir þar - í strjálbýlinu. En auðvitað er þetta fýlubomba hjá Sturlu. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlýtur að sverja hann af sér. Hann hefur varla haldið að hann gerði flokknum gagn með þessu. --- --- --- Talandi um sósíalistaflokka. Góður kunningi minn gaukaði að mér stefnuskrá Sósíalistaflokksins frá því 1964. Þetta er frá þeim tíma þegar Sósíalistaflokkurinn var partur af Alþýðubandalaginu. Báðir flokkarnir eru dauðir og hugmyndafræði þeirra líka - eða hvað? Margt fólk sem var í þessum flokkum er enn í fullu fjöri. Þarna eru margar góðar tillögur, meðal annars um að ríkið taki í sínar hendur "framleiðslu og heildsölu á sælgæti, öli, gosdrykkjum o.fl.". Skoðum það nánar seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Maður sem ég hitti taldi að valið í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík stæði milli eintómra sósíalistaflokka. Einkum fannst honum Sjálfstæðisflokkurinn vera farinn að hallast langt til vinstri. En það er sjálfsagt meðvitað - flokkurinn veit að til þess að vinna borgina þarf hann að höfða til fólks sem venjulega myndi ekki kjósa hann - og til kvenna sem hafa frekar forðast hann undanfarin ár. Loforð um að taka á öllu "skutlinu" sem er að fara með borgarbúa ættu að höfða sérstaklega til kvenna - allavega þeirra sem ég hef talað við. En þá er þess að gæta að tímasóunin sem Sjálfstæðisflokkurinn vill nú forða borgurunum frá á fyrst og fremst rætur sínar í vondu borgarskipulagi. Í svona dreifðri borg eru allar leiðir mjög langar og ferðir taka óþarflega mikinn tíma. Þannig er þetta vandi sem við höfum skapað okkur sjálfum með fyrirhyggjuleysi - já og heimsku. Vandamálið versnar svo eftir því sem kreppist meira um tíma fólks - og eldsneytisverð hækkar. --- --- --- Annars er merkilegt að sjá auglýsingar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með ljóshærða fólkið, stillir því afar fallega upp: Hönnu Birnu, Gísla Marteini, Þorbjörgu Helgu, Júlíusi Vífli, Sif Sigfúsdóttur. Samfylkingin teflir hins vegar fram dökkhærðu fólki: Degi B., Steinunni Valdísi, Björk Vilhelmsdóttur, Oddnýju Sturludóttur, Dofra Hermannssyni. Hvort er sigurstranglegra - ljóst eða dökkt hár? --- --- --- Sturla Böðvarsson hefur verið með eilífan þvergirðing í garð Reykjavíkur allar götur síðan hann varð samgönguráðherra. Helst hefur ekki mátt kosta neinu til neins í borginni. Því er helber dónaskapur þegar hann vill skipa fyrir um hvar í bænum Sundabrautin á að liggja. Sturla ætlar að bjóða upp á einhvers konar útsöluleið, eins ódýrt og lélegt og hægt er - alveg án tillits til byggðarinnar í kring. Svo fer Sturla að hóta að byrja að byggja Sundabraut uppi á Kjalarnesi. Þangað er byggðin að dreifast eftir endalaus skipulagsmistök undanfarinna áratuga. Þarna í rokinu er auðvitað síðasti staðurinn þar sem á að byggja borg. En ráðherrann vill semsé ná sér niðri á Reykvíkingum með því að hefja framkvæmdir þar - í strjálbýlinu. En auðvitað er þetta fýlubomba hjá Sturlu. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlýtur að sverja hann af sér. Hann hefur varla haldið að hann gerði flokknum gagn með þessu. --- --- --- Talandi um sósíalistaflokka. Góður kunningi minn gaukaði að mér stefnuskrá Sósíalistaflokksins frá því 1964. Þetta er frá þeim tíma þegar Sósíalistaflokkurinn var partur af Alþýðubandalaginu. Báðir flokkarnir eru dauðir og hugmyndafræði þeirra líka - eða hvað? Margt fólk sem var í þessum flokkum er enn í fullu fjöri. Þarna eru margar góðar tillögur, meðal annars um að ríkið taki í sínar hendur "framleiðslu og heildsölu á sælgæti, öli, gosdrykkjum o.fl.". Skoðum það nánar seinna.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun