Fátækt barna 17. desember 2006 00:01 Það er ekki oft sem ég sé ástæðu til að hrósa þingmönnum Samfylkingarinnar, en það er sjálfsagt að gera það þegar það á við. Beiðni þeirra um skýrslu um fátækt barna var góð, því auðvitað eiga að liggja fyrir töluleg gögn um þetta mikilvæga mál. Stjórnvöld verða að reyna að meta með reglulegum hætti hversu mörg börn búa við fátækt, hvaða þjóðfélagshópar þurfa á mestri aðstoð að halda og hvernig best er að veita aðstoð til þeirra sem á henni þurfa að halda. Í skýrslu forsætisráðherra um fátækt barna og hag þeirra kemur fram að gagnasöfnunin og úrvinnsla gagna hafi verið mjög tímafrek vegna þess að um var að ræða frumvinnslu. Það má vænta þess að framvegis verði um reglubundna mælingu að ræða og þannig fengið mat á það hvernig okkur gengur að berjast gegn fátækt í landinu, einkum fátækt barna. Vandi er að mæla fátækt, þannig að hægt sé að nota slíka mælingu að gagni. Ýmsir mælikvarðar eru til og enginn einn er algildur. Það er hægt að rífast endalaust um slíka mælikvarða, gagnsemi þeirra og nákvæmni. En það er ekki hægt að deila um það að það er til fátækt í okkar samfélagi rétt eins og í öðrum. Það er hvorki hægt að reikna fólk til fátæktar né frá henni og fátækt er sár fyrir þá sem við hana búa, hvað sem öllum opinberum mælikvörðum líður. Það má vissulega finna ýmislegt að aðferðinni sem beitt er til að mæla fátækt barna í skýrslu forsætisráðherra en það breytir ekki því að samkvæmt henni má ætla að 6,3% íslenskra barna hafi verið innan fátæktarmarka árið 2004. Full ástæða er til þess að taka þá niðurstöðu alvarlega. En það er jafnframt ástæða til að skoða hvað hefur verið gert til að lækka þetta hlutfall frá árinu 2004 og eins er nauðsynlegt að hafa í huga aðrar niðurstöður sem finna má í skýrslunni. Í fyrsta lagi kemur það fram í skýrslunni að ef ekki kæmu til aðgerðir í skatta – og bótamálum myndi fátækt barna mælast yfir 12%. Barnabætur leika stórt hlutverk í því að ná þessu hlutfalli niður um helming. Það skiptir því miklu máli að frá árinu 2004 hafa barnabætur verið hækkaðar mjög mikið sem og tekjuskerðingarmörk barnabótanna. Þessar aðgerðir skiptir miklu máli og þegar hún verður öll kominn til framkvæmda þá er ekki vafi á því að hlutfall barna sem býr við fátækt mun lækka verulega. Í öðru lagi er sú staðreynd leidd fram í skýrslunni að aukinn kaupmáttur allrar þjóðarinnar á árunum 1994 til 2004 hefur leitt til þess að reiknuð fátæktarmörk hafa hækkað um allt að 50% á þessu tímabili. Árið 1994 bjuggu 6% barna við fátækt samkvæmt þessari mæliaðferð. Tíu árum síðar er hlutfallið óbreytt en hagur þeirra sem minnst eiga hefur batnað umtalsvert. Fyrir þá sem hafa úr minnstu að spila er þetta kannski mikilvægast. Hvort sem fátækt er mæld með þessari aðferðinni eða hinni þá hlýtur það að skipta mestu máli að þeir sem eru fátækir hafi nú úr meiru að spila en fyrir 10 árum síðan. Þessi staðreynd dregur hins vegar ekkert úr mikilvægi þess verkefnis að berjast áfram gegn fátækt, en það er mikilvægt að átta sig á þessu. Mæliaðferðin sem stuðst er við felur í sér þá skekkju ef svo má að orði komast að þó allri þjóðinni vegni vel, þó tekjur allra hækki verulega á ákveðnu tímabili, þá mælast jafn margir fátækir áfram. Þetta skekkir til dæmis allan alþjóðlegan samanburð. Í þriðja lagi var jákvætt að sjá í þessari skýrslu að samfélagið okkar virðist hafa þann mikla kost að barnafjölskyldur festast ekki í fátækt. Hópurinn sem mældist fátækur árið 2000 var skoðaður sérstaklega og síðan kannað hversu margar fjölskyldur sem voru í þeim hópi það ár voru það ekki árið 2004. Í ljós koma að ¾ þeirra fjölskyldna sem töldust fátækar árið 2000 voru það ekki lengur árið 2004. Hörmulegt hefði verið ef það væri svo í okkar samfélagi að fátækar barnafjölskyldur ættu engan möguleika á því að vinna sig út úr fátækt. Skýrslan varpar ljósi á hvaða hópar barnafólks það eru sem líklegastir eru til að búa við fátækt á hverjum tíma, hún er því gagnlegt innlegg í baráttunni gegn fátækt í landinu. Í þeirri baráttu skiptir miklu að beina aðstoð hins opinbera í rétta farvegi þannig að skattfé nýtist sem best. En mestu skiptir að efnahagslífið sé öflugt, atvinnuleysi lágt og að laun og kaupmáttur vaxi jafn og þétt. Það ásamt öflugu menntakerfi eru bestu leiðirnar sem við höfum til að búa til samfélag þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri í lífinu, óháð efnahag foreldra þeirra. Að því marki eigum við að stefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Það er ekki oft sem ég sé ástæðu til að hrósa þingmönnum Samfylkingarinnar, en það er sjálfsagt að gera það þegar það á við. Beiðni þeirra um skýrslu um fátækt barna var góð, því auðvitað eiga að liggja fyrir töluleg gögn um þetta mikilvæga mál. Stjórnvöld verða að reyna að meta með reglulegum hætti hversu mörg börn búa við fátækt, hvaða þjóðfélagshópar þurfa á mestri aðstoð að halda og hvernig best er að veita aðstoð til þeirra sem á henni þurfa að halda. Í skýrslu forsætisráðherra um fátækt barna og hag þeirra kemur fram að gagnasöfnunin og úrvinnsla gagna hafi verið mjög tímafrek vegna þess að um var að ræða frumvinnslu. Það má vænta þess að framvegis verði um reglubundna mælingu að ræða og þannig fengið mat á það hvernig okkur gengur að berjast gegn fátækt í landinu, einkum fátækt barna. Vandi er að mæla fátækt, þannig að hægt sé að nota slíka mælingu að gagni. Ýmsir mælikvarðar eru til og enginn einn er algildur. Það er hægt að rífast endalaust um slíka mælikvarða, gagnsemi þeirra og nákvæmni. En það er ekki hægt að deila um það að það er til fátækt í okkar samfélagi rétt eins og í öðrum. Það er hvorki hægt að reikna fólk til fátæktar né frá henni og fátækt er sár fyrir þá sem við hana búa, hvað sem öllum opinberum mælikvörðum líður. Það má vissulega finna ýmislegt að aðferðinni sem beitt er til að mæla fátækt barna í skýrslu forsætisráðherra en það breytir ekki því að samkvæmt henni má ætla að 6,3% íslenskra barna hafi verið innan fátæktarmarka árið 2004. Full ástæða er til þess að taka þá niðurstöðu alvarlega. En það er jafnframt ástæða til að skoða hvað hefur verið gert til að lækka þetta hlutfall frá árinu 2004 og eins er nauðsynlegt að hafa í huga aðrar niðurstöður sem finna má í skýrslunni. Í fyrsta lagi kemur það fram í skýrslunni að ef ekki kæmu til aðgerðir í skatta – og bótamálum myndi fátækt barna mælast yfir 12%. Barnabætur leika stórt hlutverk í því að ná þessu hlutfalli niður um helming. Það skiptir því miklu máli að frá árinu 2004 hafa barnabætur verið hækkaðar mjög mikið sem og tekjuskerðingarmörk barnabótanna. Þessar aðgerðir skiptir miklu máli og þegar hún verður öll kominn til framkvæmda þá er ekki vafi á því að hlutfall barna sem býr við fátækt mun lækka verulega. Í öðru lagi er sú staðreynd leidd fram í skýrslunni að aukinn kaupmáttur allrar þjóðarinnar á árunum 1994 til 2004 hefur leitt til þess að reiknuð fátæktarmörk hafa hækkað um allt að 50% á þessu tímabili. Árið 1994 bjuggu 6% barna við fátækt samkvæmt þessari mæliaðferð. Tíu árum síðar er hlutfallið óbreytt en hagur þeirra sem minnst eiga hefur batnað umtalsvert. Fyrir þá sem hafa úr minnstu að spila er þetta kannski mikilvægast. Hvort sem fátækt er mæld með þessari aðferðinni eða hinni þá hlýtur það að skipta mestu máli að þeir sem eru fátækir hafi nú úr meiru að spila en fyrir 10 árum síðan. Þessi staðreynd dregur hins vegar ekkert úr mikilvægi þess verkefnis að berjast áfram gegn fátækt, en það er mikilvægt að átta sig á þessu. Mæliaðferðin sem stuðst er við felur í sér þá skekkju ef svo má að orði komast að þó allri þjóðinni vegni vel, þó tekjur allra hækki verulega á ákveðnu tímabili, þá mælast jafn margir fátækir áfram. Þetta skekkir til dæmis allan alþjóðlegan samanburð. Í þriðja lagi var jákvætt að sjá í þessari skýrslu að samfélagið okkar virðist hafa þann mikla kost að barnafjölskyldur festast ekki í fátækt. Hópurinn sem mældist fátækur árið 2000 var skoðaður sérstaklega og síðan kannað hversu margar fjölskyldur sem voru í þeim hópi það ár voru það ekki árið 2004. Í ljós koma að ¾ þeirra fjölskyldna sem töldust fátækar árið 2000 voru það ekki lengur árið 2004. Hörmulegt hefði verið ef það væri svo í okkar samfélagi að fátækar barnafjölskyldur ættu engan möguleika á því að vinna sig út úr fátækt. Skýrslan varpar ljósi á hvaða hópar barnafólks það eru sem líklegastir eru til að búa við fátækt á hverjum tíma, hún er því gagnlegt innlegg í baráttunni gegn fátækt í landinu. Í þeirri baráttu skiptir miklu að beina aðstoð hins opinbera í rétta farvegi þannig að skattfé nýtist sem best. En mestu skiptir að efnahagslífið sé öflugt, atvinnuleysi lágt og að laun og kaupmáttur vaxi jafn og þétt. Það ásamt öflugu menntakerfi eru bestu leiðirnar sem við höfum til að búa til samfélag þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri í lífinu, óháð efnahag foreldra þeirra. Að því marki eigum við að stefna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun