Sport

Búið að velja í liðin

Theo Dixon hjá ÍR er í úrvalsliði erlendra leikmanna
Theo Dixon hjá ÍR er í úrvalsliði erlendra leikmanna

Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram um næstu helgi og hafa þeir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur og Herbert Arnarsson þjálfari KR nú valið úrvalslið Íslendinga og erlendra leikmanna sem mætast í karlaflokki, en byrjunarliðin voru að mestu valin af íþróttafréttamönnum.

Guðjón Skúlason og Ágúst Björgvinsson velja liðin í kvennaflokki.

Í karlaflokki eru eftirtaldir menn í liðunum:

Lið íslenskra leikmanna:

Valdir af íþróttafréttamönnum:

Friðrik Stefánsson - UMFN, Páll Axel Vilbergsson - UMFG, Brenton Birmingham - UMFN, Magnús Þór Gunnarsson - Keflavík, Brynjar Þór Björnsson - KR, Ingvaldur Magni Hafsteinsson - Snæfell, Fannar Ólafsson - KR. Friðrik Stefánsson gefur ekki kost á sér vegna meiðsla og Brenton Birmingham verður erlendis.

Einar Árni valdi því 7 leikmenn:

Egill Jónasson - UMFN, Jóhann Árni Ólafsson - UMFN, Steinar Kaldal - KR, Arnar F. Jónsson - Keflavík, Jón N. Hafsteinsson - Keflavík, Þorleifur Ólafsson - UMFG og Hörður Axel Vilhjálmsson - Fjölnir.

Lið erlendra leikmanna:

Valdir af íþróttafréttamönnum:

Omari Westley - KR, AJ Moye - Keflavík, George Byrd - Skallagrímur, Jeb Ivey - UMFN, Jeremiah Johnson -UMFG, Nemanja Sovic - Fjölnir og Nate Brown - Snæfell.

Val Herberts Arnarsonar:

Theo Dixon - ÍR, Jovan Zdravevski - Skallagrímur, Igor Beljanski - Snæfell, Clifton Cook - Hamar/Selfoss og Mario Myles - Þór Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×