Virgilijus Alekna og Jelena Isinbayeva hafa verið útnefnd frjálsíþróttamenn ársins í Evrópu fyrir árið 2005. Alekna er heimsmeistari í kringlukasti, en Isinbayeva hefur sem kunnugt er verið einráð í stangarstökki kvenna á árinu og sett fjölda heimsmeta. Hún varð m.a. fyrsta konan til að stökkva yfir fimm metra á síðasta ári.
