Viðskipti innlent

Fitch staðfestir lánshæfi Kaupþings og Glitnis

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir bæði Kaupþings banka og Glitnis banka. Einkunnn Kaupþings er sögð endurspegla sterka stöðu bankans og einkunn Glitnis góða hagnaðarmyndun í rekstri.

Kaupþings banki er með langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunn F1, óháð einkunn er B/C og stuðningseinkunn 2. Horfur lánshæfiseinkunna Kaupþings banka hf. eru sagðar stöðugar.

"Lánshæfiseinkunn Fitch endurspeglar sterka stöðu Kaupþings banka sem eins af þremur leiðandi bönkum á Íslandi, auk þess sem Kaupþing banki hefur undanfarin fjögur ár byggt upp fjölþætta tekju og eignastofna með yfirtökum á erlendum fjármálafyrirtækjum. Lánshæfiseinkunnin endurspeglar einnig mikil gæði eigna og viðunandi arðsemi undirliggjandi rekstrar," segir í tilkynningu Kauphallar Íslands.

Glitnir er svo með staðfestar lánshæfiseinkunnir: Langtímaeinkunn A, skammtímaeinkunn F1, óháð einkunn B/C og stuðningseinkunn 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru einnig stöðugar.

"Samkvæmt tilkynningu frá Fitch Ratings endurspeglar einkunnin góða hagnaðarmyndun í rekstri Glitnis og tekjudreifing, traust eignasafn og sterka eiginfjárstöðu. Einnig er tekið tillit til hve mikið bankinn reiðir sig á fjármögnun á heildsölumarkaði, mögulegrar áhættu vegna samþættingar í starfseminni vegna kaupa á fyrirtækjum að undanförnu og þeirra áhrifa sem sveiflur íslensku krónunnar og breytingar í íslensku efnahagslífi geta haft á rekstur bankans," segir Kauphöllin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×