Vopnaburður í miðborginni 9. mars 2006 00:01 Stöðugt virðist færast í vöxt að menn grípi tíl hnífa þegar kemur til átaka manna á milli um helgar. Þessi átök eru mest áberandi í og við miðbæinn en eru þó ekki eingöngu bundin við hann því fregnir um hnífanotkun í átökum berast víðar að. Um síðustu helgi voru gerðar tvær alvarlegar hnífaárásir í miðbænum og í bæði skiptin náði lögreglan að handsama árásarmennina. Eftirlitsmyndavélar í Miðbænum koma ekki síst að góðu gagni við að upplýsa slík mál, en þær eru nú á mörgum stöðum í Kvosinni og við hana. Lögreglan telur að hnífaárásir séu vaxandi vandamál sem þurfi að bregðast við. Bæði beita menn hnífum þegar kemur til átaka inni á veitingastöðum og eins úti á götum þegar fólk hópast út af stöðunum og til átaka kemur út af litlu eða engu tilefni. Fréttir af þessum árásum vekja ugg hjá mörgum sem vonlegt er og geta orðið til þess að fólk forðist miðbæinn á ákveðnum tímum. Ölvun og næturskemmtunum fylgja gjarnan pústrar og áflog, en þegar hnífar eru orðnir algengir við slíkar kringumstæður er málið komið á mjög alvarlegt stig. Það ætti að geta orðið sameiginlegt átak lögreglu og veitingamanna að vekja athygli á því að hnífaburður á almannafæri er bannaður og við slíkum verknaði liggja sektir, nema menn geti sýnt fram á nauðsyn á notkun hnífsins, en slíkt hlýtur nú að vera fremur sjaldgæft þegar menn eru úti að skemmta sér. Rétt er að rifja upp í þessu sambandi að samkvæmt gildandi lögum, sem gengu í gildi haustið 1998, er vopnaburður á almannafæri bannaður og undir þetta bann heyra hnífar hvers konar. Það er þó ekki þannig samkvæmt laganna hljóðan að bannað sé að bera á sér vasahníf eða annars konar hnífa, því mönnum er heimilt að bera á sér bitvopn, eins og það er orðað í lögunum, þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar. En það getur ekki talist eðlilegt að menn búi sig út með hnífa eða önnur bitvopn þegar þeir fara út að skemmta sér á síðkvöldum um helgar og beri þessi vopn inn á veitingahús. Svo virðist sem sumir hafi á sér hnífa í öryggisskyni, en þegar þeir svo grípa til þeirra snúast vopnin í höndum þeirra í orðsins fyllstu merkingu og þeir eru orðnir að vopnuðum árásarmönnum. Það ætti að geta orðið sameiginlegt átak lögreglu og veitingamanna að vekja athygli á því að hnífaburður á almannafæri er bannaður, og við slíkum verknaði liggja sektir nema menn geti sýnt fram á nauðsyn á notkun hnífsins, en slíkt hlýtur nú að vera fremur sjaldgæft þegar menn eru úti að skemmta sér. Kannski hafa stjórnvöld ekki verið nógu ötul við að kynna bann við notkun hnífa á almannafæri, því það er ekki nóg að samþykkja lög, sem hafa kannski farið hljóðlega í gegnum þingið og því ekki vakið mikla athygli, heldur þarf að gera mönnum rækilega grein fyrir banni sem þessu og þá jafnframt undantekningum frá banninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Stöðugt virðist færast í vöxt að menn grípi tíl hnífa þegar kemur til átaka manna á milli um helgar. Þessi átök eru mest áberandi í og við miðbæinn en eru þó ekki eingöngu bundin við hann því fregnir um hnífanotkun í átökum berast víðar að. Um síðustu helgi voru gerðar tvær alvarlegar hnífaárásir í miðbænum og í bæði skiptin náði lögreglan að handsama árásarmennina. Eftirlitsmyndavélar í Miðbænum koma ekki síst að góðu gagni við að upplýsa slík mál, en þær eru nú á mörgum stöðum í Kvosinni og við hana. Lögreglan telur að hnífaárásir séu vaxandi vandamál sem þurfi að bregðast við. Bæði beita menn hnífum þegar kemur til átaka inni á veitingastöðum og eins úti á götum þegar fólk hópast út af stöðunum og til átaka kemur út af litlu eða engu tilefni. Fréttir af þessum árásum vekja ugg hjá mörgum sem vonlegt er og geta orðið til þess að fólk forðist miðbæinn á ákveðnum tímum. Ölvun og næturskemmtunum fylgja gjarnan pústrar og áflog, en þegar hnífar eru orðnir algengir við slíkar kringumstæður er málið komið á mjög alvarlegt stig. Það ætti að geta orðið sameiginlegt átak lögreglu og veitingamanna að vekja athygli á því að hnífaburður á almannafæri er bannaður og við slíkum verknaði liggja sektir, nema menn geti sýnt fram á nauðsyn á notkun hnífsins, en slíkt hlýtur nú að vera fremur sjaldgæft þegar menn eru úti að skemmta sér. Rétt er að rifja upp í þessu sambandi að samkvæmt gildandi lögum, sem gengu í gildi haustið 1998, er vopnaburður á almannafæri bannaður og undir þetta bann heyra hnífar hvers konar. Það er þó ekki þannig samkvæmt laganna hljóðan að bannað sé að bera á sér vasahníf eða annars konar hnífa, því mönnum er heimilt að bera á sér bitvopn, eins og það er orðað í lögunum, þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar. En það getur ekki talist eðlilegt að menn búi sig út með hnífa eða önnur bitvopn þegar þeir fara út að skemmta sér á síðkvöldum um helgar og beri þessi vopn inn á veitingahús. Svo virðist sem sumir hafi á sér hnífa í öryggisskyni, en þegar þeir svo grípa til þeirra snúast vopnin í höndum þeirra í orðsins fyllstu merkingu og þeir eru orðnir að vopnuðum árásarmönnum. Það ætti að geta orðið sameiginlegt átak lögreglu og veitingamanna að vekja athygli á því að hnífaburður á almannafæri er bannaður, og við slíkum verknaði liggja sektir nema menn geti sýnt fram á nauðsyn á notkun hnífsins, en slíkt hlýtur nú að vera fremur sjaldgæft þegar menn eru úti að skemmta sér. Kannski hafa stjórnvöld ekki verið nógu ötul við að kynna bann við notkun hnífa á almannafæri, því það er ekki nóg að samþykkja lög, sem hafa kannski farið hljóðlega í gegnum þingið og því ekki vakið mikla athygli, heldur þarf að gera mönnum rækilega grein fyrir banni sem þessu og þá jafnframt undantekningum frá banninu.