Snæfell ræður bandarískan þjálfara
Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur ráðið til starfa bandarískan þjálfara að nafni Geof Kotila, sem kemur hingað til lands síðar í sumar og mun stýra liðinu næsta vetur. Kotila þessi hefur áður getið sér gott orð meðal annars í Danmörku, þar sem hann stýrði liði Bakken Bears. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.