Þjóðaríkon Egill Helgason skrifar 9. janúar 2006 22:05 Á Englandi hafa yfirvöld menningarmála sett upp sérstakan vef til að velja það sem er kallað þjóðaríkon. Þarna eru tilnefnd fyrirbæri eins og Lísa í Undralandi, tebolli, portrett Holbeins af Hinriki VIII, Spitfire-flugvélin, Stonehenge, Routemaster-strætóinn, bikarkeppnin í fótbolta og kvæðið Jerúsalem eftir Blake. Til að gæta að pólitískum rétttrúnaði er haft með skipið S.S. Windrush sem fyrstu innflytjendurnir frá Vestur-Indíum komu á til Englands eftir stríðið. Englendingar eru afskaplega sjálfhverf þjóð - sífellt að rita bækur og greinar um hvernig þeir séu nú eiginlega sjálfir. Margt af því er fullt af bölsýni; til dæmis þeirri trú sem er ekki alveg út í hött að Englendingar hafi breyst úr kurteisri þjóð, háttprúðri og hófstilltri, yfir í samansafn gráðugra og tilfinningasamra rudda á fáum áratugum. Íkon sem ekki eru nefnd í könnuninni eru fótboltabullan og Díana prinsessa, tvö tákn um hnignun Englands. Einhvern tímann hefði enski lögregluþjónninn, bobbyinn, kannski verið með í svona könnun, en löggan á Englandi hefur löngu misst ljómann. --- --- --- Oft vekur líka kátínu þegar Englendingar eru að skilgreina sjálfa sig. Þannig er John Major ennþá núið því um nasir þegar hann var að mæra þjóð sína og sagði að England væri volgur bjór og gamlar piparjónkur að hjóla á kirkjubasara. Major vildi á þeim tíma hverfa aftur til upprunans, Back to Basics var slagorð sem hann reyndi að nota en uppskar ekki nema almennan hlátur. --- --- --- Íslendingar eru líka eyþjóð sem er sífellt að pæla í sjálfri sér. Hver eru okkar þjóðaríkon? Grettir sterki, hákarl, glíma, álfar, lóan? Ætli við myndum ekki reyna að telja túristum trú um það. En þetta virkar ekkert voða sannfærandi. Kannski frekar upphækkaðir jeppar, hlægilega vel gallaður laxveiðimaður, drukkinn unglingur, Bónusgrísinn, Davíð Oddsson, vinnuskúr uppi á fjalli? --- --- --- Í annarri könnun sem ég sá var verið að velja ljótustu byggingar á Bretlandi. Þarna er margur nútímahryllingurinn og greinilegt að almenningur mun aldrei sætta sig við hermdarverk módernista í borgum á árunum eftir stríð. En þetta er forvitnilegt. Maður spyr hvaða byggingar yrðu fyrir valinu ef svona könnun færi fram á Íslandi? Smáralind? Strætóskýlið á Lækjartorgi? Bílastæðahúsið á Hverfisgötu? Kringlan? Hamraborg? Það er örugglega af nógu að taka. Einhverjar uppástungur? Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Á Englandi hafa yfirvöld menningarmála sett upp sérstakan vef til að velja það sem er kallað þjóðaríkon. Þarna eru tilnefnd fyrirbæri eins og Lísa í Undralandi, tebolli, portrett Holbeins af Hinriki VIII, Spitfire-flugvélin, Stonehenge, Routemaster-strætóinn, bikarkeppnin í fótbolta og kvæðið Jerúsalem eftir Blake. Til að gæta að pólitískum rétttrúnaði er haft með skipið S.S. Windrush sem fyrstu innflytjendurnir frá Vestur-Indíum komu á til Englands eftir stríðið. Englendingar eru afskaplega sjálfhverf þjóð - sífellt að rita bækur og greinar um hvernig þeir séu nú eiginlega sjálfir. Margt af því er fullt af bölsýni; til dæmis þeirri trú sem er ekki alveg út í hött að Englendingar hafi breyst úr kurteisri þjóð, háttprúðri og hófstilltri, yfir í samansafn gráðugra og tilfinningasamra rudda á fáum áratugum. Íkon sem ekki eru nefnd í könnuninni eru fótboltabullan og Díana prinsessa, tvö tákn um hnignun Englands. Einhvern tímann hefði enski lögregluþjónninn, bobbyinn, kannski verið með í svona könnun, en löggan á Englandi hefur löngu misst ljómann. --- --- --- Oft vekur líka kátínu þegar Englendingar eru að skilgreina sjálfa sig. Þannig er John Major ennþá núið því um nasir þegar hann var að mæra þjóð sína og sagði að England væri volgur bjór og gamlar piparjónkur að hjóla á kirkjubasara. Major vildi á þeim tíma hverfa aftur til upprunans, Back to Basics var slagorð sem hann reyndi að nota en uppskar ekki nema almennan hlátur. --- --- --- Íslendingar eru líka eyþjóð sem er sífellt að pæla í sjálfri sér. Hver eru okkar þjóðaríkon? Grettir sterki, hákarl, glíma, álfar, lóan? Ætli við myndum ekki reyna að telja túristum trú um það. En þetta virkar ekkert voða sannfærandi. Kannski frekar upphækkaðir jeppar, hlægilega vel gallaður laxveiðimaður, drukkinn unglingur, Bónusgrísinn, Davíð Oddsson, vinnuskúr uppi á fjalli? --- --- --- Í annarri könnun sem ég sá var verið að velja ljótustu byggingar á Bretlandi. Þarna er margur nútímahryllingurinn og greinilegt að almenningur mun aldrei sætta sig við hermdarverk módernista í borgum á árunum eftir stríð. En þetta er forvitnilegt. Maður spyr hvaða byggingar yrðu fyrir valinu ef svona könnun færi fram á Íslandi? Smáralind? Strætóskýlið á Lækjartorgi? Bílastæðahúsið á Hverfisgötu? Kringlan? Hamraborg? Það er örugglega af nógu að taka. Einhverjar uppástungur?
Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp