Víst verður kosið um skipulag! 17. janúar 2006 19:29 Skipulagsmál eru ekki einhverjar abstraksjónir, hugarleikfimi fyrir menningarvita sem koma alþýðufólki ekkert við, heldur fræðin um það hvernig við lifum í borgum. Mistök í skipulagi geta haft skelfilegar afleiðingar - mótað líf milljóna manna til hins verra- sjáið bara blokkarhverfi í Evrópu þar sem er búið að hrúga niður milljónum manna sem búa við félagslega eymd. Þessi hverfi eru bein afleiðing vondra hugmynda í skipulagsmálum - urðu ekki bara til af sjálfu sér. Þess vegna held ég að sé ekki rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni að gera lítið úr borgarskipulagi sem kosningamáli í vor, líkt og hann gerir í nýlegum pistli á heimasíðu sinn. Össur vill að fremur verði tekist á um félagsmál, kaup og kjör, ójöfnuðinn, vinstri gildi. Það gæti kannski hentað Samfylkingunni í Reykjavík vel, hún hefur staðið sig bærllega á því sviði meðan hún hefur lengst af ekki virst áhuga eða þekkingu á skipulagsmálum. --- --- --- Saga borgarmyndunar á Íslandi er mjög stutt. Borgin var í raun nýfarin að byggjast þegar fúnksjónalisminn kemur fram og riðlar hugmyndum um gott skipulag sem höfðu verið að þróast í árhundruð. Fúnksjónalisminn gerð í raun ráð fyrir því að byrja alveg upp á nýtt - að gamlar hefðir væru einskis virði. Fornfálegum og tilgerðarlegum hugmyndum borgarastéttarinnar skyldi rutt úr vegi. Því standa hérna ekki nema smáreitir hér og þar sem sýna hvernig borgin hefði getað byggst ef hugmyndirnar hefðu ekki breyst snögglega. Fáein hús í Miðbænum, Skólavörðuholtið, hlutar af Vesturbænum og Hlíðunum. Hugmyndin var sú að borgin myndi byggjast innan götu sem nefndist Hringbraut - það átti að vera hægt að keyra hringinn í kringum hana í staðinn fyrir að bruna á bílum beint í gegn. --- --- -- Skipulagsfræði eru mestu leyti afskaplega praktísk. Þau fjalla um hversu lengi við erum að fara í vinnu, hvar við setjum börnin í skóla, hversu þægilegt er að búa í borgum, hvernig skal blanda byggðina, hversu hagkvæm hún er - en þau eiga líka að fjalla um fegurð og samræmi. Síðasta atriðið hefur ekki verið hátt skrifað hér. Í Reykjavík hafa kjörnir fulltrúar verið ánægðir með að láta verkfræðinga hafa síðasta orðið í skipulagi. Í þinginu hefur varla nokkurn tíma orðið vart við áhuga á skipulagsmálum. Því hafa ákvarðanir eins og um lagningu Hringbrautar og nýjan risaspítala læðst að okkur eins og þjófar að nóttu. Ákvarðanirnar eru yfirleitt kynntar þannig að sé búið að taka þær, það þýði ekkert að andmæla - teknókratar komast upp með þetta vegna þess að pólitíkusarnir eru svo áhugalausir. Það er svo samspil groddalegra verkfræðilausna, fáránlegar úþenslu byggðar og öfgafullrar einstaklingshyggju sem veldur því hvað einkabílisminn er yfirgengilegur hér á landi - að hver maður þarf að leggja stórfé til reksturs einkabíls, að hér eru milljón bílastæði í borginni. --- --- --- Segið svo að skipulagið skipti ekki máli; það hefur áhrif á allt líf okkar, líka peningana í buddunni. Því held ég að Össur hafi rangt fyrir sér. Síðustu misserin hefur umræða um skipulagsmál vaxið stöðugt, það er jafnvel hægt að tala um vakningu. Þetta á eftir að setja svip á kosningarnar. --- --- --- En það er líka hægt að láta sig dreyma um skipulag; fræðin þurfa líka að hafa sína útópísku hlið. Víkverji Morgunblaðsins skrifar skemmtilega grein í þessum anda um skipulag borgarinnar á þriðjudaginn í síðustu viku. Þar stendur meðal annars: "Draumur Víkverja um Vatnsmýrina er að þar rísi loksins sá reisulegi og lifandi miðbær sem Reykjavík hefur aldrei eignast, en Apóteks-húsið og Hótel Borg eru eini vísirinn að; 3-5 hæða fjölbýlisraðhús í anda Lundúna, Boston og Amsterdam, í rétthyrndu gatnakerfi í anda New York (engar sveigjur og beygjur og völundarhús eða vistgötur, og alls engar stofnbrautir), og tvö alvöru boulevard (með trjágöngum eftir miðjunni) í anda Parísar sem lægju í "X" yfir Vatnsmýrina. Í miðju "X"-ins væri fallegt og reisulegt torg, miðstöð og hjarta fyrir uppákomur, jafnvel með hringekju. Í Vatnsmýrinni væru tignarleg moska, sínagóga og orþódox krikja, og fallegur skurður í anda Pétursborgar lægi áleiðis að Tjörninni. Það mætti jafnvel afmarka litla eyju sem yrði fríríki svipað Kristjaníu. Sami arkitektinn fengi ekki að hanna fleiri en tvö samliggjandi hús og viðhaldsfrí álklæðning væri stranglega bönnuð." --- --- --- Bendi í framhaldi af þessu á ágæta grein eftir Jón Steinsson hagfræðing sem birtist á Deiglunni en þar fjallar hann um hvernig kröfur um fjölda bílastæða eru hemill á byggðina í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skipulagsmál eru ekki einhverjar abstraksjónir, hugarleikfimi fyrir menningarvita sem koma alþýðufólki ekkert við, heldur fræðin um það hvernig við lifum í borgum. Mistök í skipulagi geta haft skelfilegar afleiðingar - mótað líf milljóna manna til hins verra- sjáið bara blokkarhverfi í Evrópu þar sem er búið að hrúga niður milljónum manna sem búa við félagslega eymd. Þessi hverfi eru bein afleiðing vondra hugmynda í skipulagsmálum - urðu ekki bara til af sjálfu sér. Þess vegna held ég að sé ekki rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni að gera lítið úr borgarskipulagi sem kosningamáli í vor, líkt og hann gerir í nýlegum pistli á heimasíðu sinn. Össur vill að fremur verði tekist á um félagsmál, kaup og kjör, ójöfnuðinn, vinstri gildi. Það gæti kannski hentað Samfylkingunni í Reykjavík vel, hún hefur staðið sig bærllega á því sviði meðan hún hefur lengst af ekki virst áhuga eða þekkingu á skipulagsmálum. --- --- --- Saga borgarmyndunar á Íslandi er mjög stutt. Borgin var í raun nýfarin að byggjast þegar fúnksjónalisminn kemur fram og riðlar hugmyndum um gott skipulag sem höfðu verið að þróast í árhundruð. Fúnksjónalisminn gerð í raun ráð fyrir því að byrja alveg upp á nýtt - að gamlar hefðir væru einskis virði. Fornfálegum og tilgerðarlegum hugmyndum borgarastéttarinnar skyldi rutt úr vegi. Því standa hérna ekki nema smáreitir hér og þar sem sýna hvernig borgin hefði getað byggst ef hugmyndirnar hefðu ekki breyst snögglega. Fáein hús í Miðbænum, Skólavörðuholtið, hlutar af Vesturbænum og Hlíðunum. Hugmyndin var sú að borgin myndi byggjast innan götu sem nefndist Hringbraut - það átti að vera hægt að keyra hringinn í kringum hana í staðinn fyrir að bruna á bílum beint í gegn. --- --- -- Skipulagsfræði eru mestu leyti afskaplega praktísk. Þau fjalla um hversu lengi við erum að fara í vinnu, hvar við setjum börnin í skóla, hversu þægilegt er að búa í borgum, hvernig skal blanda byggðina, hversu hagkvæm hún er - en þau eiga líka að fjalla um fegurð og samræmi. Síðasta atriðið hefur ekki verið hátt skrifað hér. Í Reykjavík hafa kjörnir fulltrúar verið ánægðir með að láta verkfræðinga hafa síðasta orðið í skipulagi. Í þinginu hefur varla nokkurn tíma orðið vart við áhuga á skipulagsmálum. Því hafa ákvarðanir eins og um lagningu Hringbrautar og nýjan risaspítala læðst að okkur eins og þjófar að nóttu. Ákvarðanirnar eru yfirleitt kynntar þannig að sé búið að taka þær, það þýði ekkert að andmæla - teknókratar komast upp með þetta vegna þess að pólitíkusarnir eru svo áhugalausir. Það er svo samspil groddalegra verkfræðilausna, fáránlegar úþenslu byggðar og öfgafullrar einstaklingshyggju sem veldur því hvað einkabílisminn er yfirgengilegur hér á landi - að hver maður þarf að leggja stórfé til reksturs einkabíls, að hér eru milljón bílastæði í borginni. --- --- --- Segið svo að skipulagið skipti ekki máli; það hefur áhrif á allt líf okkar, líka peningana í buddunni. Því held ég að Össur hafi rangt fyrir sér. Síðustu misserin hefur umræða um skipulagsmál vaxið stöðugt, það er jafnvel hægt að tala um vakningu. Þetta á eftir að setja svip á kosningarnar. --- --- --- En það er líka hægt að láta sig dreyma um skipulag; fræðin þurfa líka að hafa sína útópísku hlið. Víkverji Morgunblaðsins skrifar skemmtilega grein í þessum anda um skipulag borgarinnar á þriðjudaginn í síðustu viku. Þar stendur meðal annars: "Draumur Víkverja um Vatnsmýrina er að þar rísi loksins sá reisulegi og lifandi miðbær sem Reykjavík hefur aldrei eignast, en Apóteks-húsið og Hótel Borg eru eini vísirinn að; 3-5 hæða fjölbýlisraðhús í anda Lundúna, Boston og Amsterdam, í rétthyrndu gatnakerfi í anda New York (engar sveigjur og beygjur og völundarhús eða vistgötur, og alls engar stofnbrautir), og tvö alvöru boulevard (með trjágöngum eftir miðjunni) í anda Parísar sem lægju í "X" yfir Vatnsmýrina. Í miðju "X"-ins væri fallegt og reisulegt torg, miðstöð og hjarta fyrir uppákomur, jafnvel með hringekju. Í Vatnsmýrinni væru tignarleg moska, sínagóga og orþódox krikja, og fallegur skurður í anda Pétursborgar lægi áleiðis að Tjörninni. Það mætti jafnvel afmarka litla eyju sem yrði fríríki svipað Kristjaníu. Sami arkitektinn fengi ekki að hanna fleiri en tvö samliggjandi hús og viðhaldsfrí álklæðning væri stranglega bönnuð." --- --- --- Bendi í framhaldi af þessu á ágæta grein eftir Jón Steinsson hagfræðing sem birtist á Deiglunni en þar fjallar hann um hvernig kröfur um fjölda bílastæða eru hemill á byggðina í Reykjavík.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun