Sport

Hatton ætlar að berjast við þá stóru

Ricky Hatton er Íslendingum vel kunnugur eftir bardaga hans sem sýndir hafa verið á Sýn.
Ricky Hatton er Íslendingum vel kunnugur eftir bardaga hans sem sýndir hafa verið á Sýn. NordicPhotos/GettyImages

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hefur nú gefið út hverjir óskamótherjar hans séu fyrir árið 2006, en hann ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunum á árinu eftir að hafa mestmegnis barist við landa sína fram að þessu.

"Það er ekki komið í ljós ennþá, en ég vil klárlega mæta Floyd Mayweather í annað hvort Madison Square Garden eða í Las Vegas," sagði Hatton, en bendir á að aðeins þeir Arturo Gatti, Scelino Feritas, Diego Corrales eða Jose Luis Castillo komi til greina sem andstæðingar hans á árinu.

"Margir vilja meina að ég berjist aldrei við Mayweather, en ég mun þagga niður í þeim röddum, alveg eins og ég þaggaði niður í öllum öðrum í fyrra. Ég á fjögur góð ár eftir í boxinu og ég vil vinna alla þá titla sem í boði eru á þeim tíma," sagði Hatton, sem hlakkar mikið til að hasla sér völl í Bandaríkjunum í stórum peningabardögunm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×