Sport

Grönholm sigraði með mínútu forskoti

Marcus Grönholm fór með sigur af hólmi í Monte Carlo-rallinu sem lauk í dag en þessi snjalli Finni ekur á Ford. Grönholm varð rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb sem stal senunnni í rallinu í gær þegar hann gerði sér lítið fyrir og vann allar sérleiðir dagsins.

Hinn franski Loeb sem ekur á Citroen stóð sig þó vel í dag og vann 4 af 6 sérleiðum dagsins sem dugðu þó ekki nema í 2. sætið að þessu sinni. Toni Gardemeister frá Finnlandi varð þriðji á Peugeot, 83 sekúndum á eftir Grönholm.

Röð keppenda var eftirfarandi á topp 10;

.1. Marcus Gonholm (FIN) Ford Focus 4k 11:43.9

.2. Sebastien Loeb (FRA) Citroen Xsra a 1:01.8

.3. Toni Gardemeister (FIN) Peugeot 307 a 1:23.1

.4. Manfred Stohl (AUS) Peugeot 307 a 1:42.3

.5. Stephane Sarrazin (FRA) Subaru Impreza a 3:20.2

.6. Chris Atkinson (AUS) Subaru Impreza a 5:02.4

.7. Mikko Hirvonen (FIN) Ford Focus a 6:19.5

.8. Daniel Sordo (SPÁ) Citroen Xsra a 7:15.2

.9. Xavi Pons (SPÁ) Citroen Xsara a 7:42.9

10. Gilles Panizzi (FRA) Skoda Fabia a 9:29.8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×