Sport

Viggó mjög ánægður

Ólafur Stefánsson og Roland Valur Eradze þurftu að horfa á leik íslenska liðsins úr stúkunni í Sviss í dag og voru hálf lúpulegir að sjá. Ólafur sagði að það hefði verið sér mjög erfitt að horfa á leikinn þaðan, en sagðist stoltur af félögum sínum fyrir stigið í dag
Ólafur Stefánsson og Roland Valur Eradze þurftu að horfa á leik íslenska liðsins úr stúkunni í Sviss í dag og voru hálf lúpulegir að sjá. Ólafur sagði að það hefði verið sér mjög erfitt að horfa á leikinn þaðan, en sagðist stoltur af félögum sínum fyrir stigið í dag Mynd/Buddy

Hann var misjafn tóninn í mönnum hjá íslenska landsliðinu í handbolta í kvöld eftir að liðið gerði jafntefli við Dani 28-28 í C-riðli. Stigið þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðla og Viggó Sigurðsson var afar kátur með niðurstöðuna, en Snorri Steinn Guðjónsson var ekki jafn sáttur.

Viggó Sigurðsson fagnaði vel þegar jafnteflið var í höfn og sagðist ánægður með áfangann. " Ég var að fagna því að við erum komnir áfram í milliriðilinn með þrjú stig. Hefðum við tapað þessum leik, hefðum við verið komnir upp að vegg fyir Ungverjaleikinn á sunnudaginn. Það er frábært að ná stigum af þessum þjóðum og við erum að ná öllu því sem hægt er út úr liðinu," sagði Viggó.  Snorri Steinn Guðjónsson, sem var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk, var ekki jafn kátur og þjálfarinn.

"Ég vildi auðvitað sigur í þessum leik. Við vorum kannski ekki betri aðilinn í leiknum, en ég tel okkur vera með betra lið en Danirnir . Það var smá basl á sókninni í kvöld og mikil spenna, þannig að þegar á heildina er litið var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða," sagði Snorri Steinn, en faðir hans Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var einmitt búinn að gefa það út fyrir leikinn að honum lyki með jafntefli 28-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×