Craig sigurvegari ársins 31. desember 2006 10:00 Daniel Craig slær í gegn sem nýr Bond og aðdáendur bíða spenntir eftir næstu myndum. Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Þetta kemur hvað best í ljós þegar aðsóknartölur á nýjustu Bond-myndina, Casino Royal, eru skoðaðar en hún er orðin aðsóknarmesta James Bond-myndin til þessa. Casino Royal slær þar við Die Another Day sem á sínum tíma græddi vel fyrir framleiðendur myndarinnar þótt flestir væru sammála um að hún væri sú lélegasta hjá Pierce Brosnan í hlutverki leyniþjónustumannsins snjalla. Casino Royal halaði inn þrjátíu og tvo milljarða íslenskra króna á heimsvísu og ætti það að stinga uppí óvildarmenn Craig sem margir hverjir fundu honum flest til foráttu þegar breski leikarinn var ráðinn í þjónustu hennar hátignar. Líklegur kandítat. Kvikmyndin Dreamgirls þykir líkleg til að vera áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna eru tilkynntar. Mikil spenna ríkti meðal framleiðanda í kvikmyndaborginni Hollywood þegar aðsóknartölur yfir jólavertíðina komu í hús. Ævintýramyndin Eragon trónir í efsta sæti í flestum löndum utan Bandaríkjanna en hún er byggð á samnefndri bók unglingsins Christopher Paolini. Í Bretlandi voru það hins vegar hinar dansandi mörgæsir sem héldu toppsætinu, þriðju vikuna í röð. Gamanmyndin Night at the Museum komst í efsta sætið í Bandaríkjunum en myndin segir frá safnverði sem verður vitni að því þegar sögusafn tekur að lifna við með kostulegum afleiðingum. Dreka-riddarinn. Velgengni Christopher Paolini heldur áfram en kvikmynd byggð á bókinni trónir í efsta sæti í Evrópu. Fast á hæla hennar kom kvikmyndin Dreamgirls en hún skartar þeim Jamie Foxx og Eddie Murphy auk söngfuglsins Beyoncé Knowles í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og veðja flestir á hana sem líklegan kandítat þegar Óskarstilefningarnar verða tilkynntar. Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Þetta kemur hvað best í ljós þegar aðsóknartölur á nýjustu Bond-myndina, Casino Royal, eru skoðaðar en hún er orðin aðsóknarmesta James Bond-myndin til þessa. Casino Royal slær þar við Die Another Day sem á sínum tíma græddi vel fyrir framleiðendur myndarinnar þótt flestir væru sammála um að hún væri sú lélegasta hjá Pierce Brosnan í hlutverki leyniþjónustumannsins snjalla. Casino Royal halaði inn þrjátíu og tvo milljarða íslenskra króna á heimsvísu og ætti það að stinga uppí óvildarmenn Craig sem margir hverjir fundu honum flest til foráttu þegar breski leikarinn var ráðinn í þjónustu hennar hátignar. Líklegur kandítat. Kvikmyndin Dreamgirls þykir líkleg til að vera áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna eru tilkynntar. Mikil spenna ríkti meðal framleiðanda í kvikmyndaborginni Hollywood þegar aðsóknartölur yfir jólavertíðina komu í hús. Ævintýramyndin Eragon trónir í efsta sæti í flestum löndum utan Bandaríkjanna en hún er byggð á samnefndri bók unglingsins Christopher Paolini. Í Bretlandi voru það hins vegar hinar dansandi mörgæsir sem héldu toppsætinu, þriðju vikuna í röð. Gamanmyndin Night at the Museum komst í efsta sætið í Bandaríkjunum en myndin segir frá safnverði sem verður vitni að því þegar sögusafn tekur að lifna við með kostulegum afleiðingum. Dreka-riddarinn. Velgengni Christopher Paolini heldur áfram en kvikmynd byggð á bókinni trónir í efsta sæti í Evrópu. Fast á hæla hennar kom kvikmyndin Dreamgirls en hún skartar þeim Jamie Foxx og Eddie Murphy auk söngfuglsins Beyoncé Knowles í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og veðja flestir á hana sem líklegan kandítat þegar Óskarstilefningarnar verða tilkynntar.
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein