Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu.
Leikirnir fara fram heima og heiman dagana 10. og 11. júní annars vegar og hins vegar 17. og 18. júní n.k. Svona lítur umspilsdrátturinn út í heild sinni;
Grikkland-Pólland
Portúgal-Úkraína
Rúmenía-Noregur
Serbía-Tékkland
Slóvakía-Ungverjaland
Slóvenía-Austurríki
Sviss-Rússland
Svíþjóð-Ísland