Sektarþrá og eilífar afsakanir 11. febrúar 2006 22:51 Það er sérkennilegt að heyra femínista, sem til dæmis gagnrýna af hörku launamun á Íslandi (sem miðað við þróunina í kvenfrelsisátt ætti að verða útrýmt eftir nokkur ár), verja stæka kvennakúgun í öðrum löndum - á þeim forsendum að það sé svo mikill menningarmunur. Þannig hlustaði ég á unga og bráðefnilega konu á fundi í vikunni tala um að það væri ekki svo alvarlegt að karlar í Íran þar sem hún ferðaðist máttu ekki taka í höndina á henni. Þetta væri bara þeirra menning. Með þessu er hægt að afsaka hérumbil allt. Tilhneigingin er sú að taka sífellt afstöðu með þeim sem brjóta af sér. --- --- --- Þetta er hugarfar sem má kalla sektarþrá. Hana er aðallega að finna meðal ákveðinnar tegundar af vinstri sinnuðum menntamönnum. Þarna spilar inn í óbeit á vestrænu samfélagi - milli íslamista og vinstri manna á Vesturlöndum hefur myndast skrítið bandalag vegna sameiginlegs haturs á Bandaríkjunum - og skömmustutilfinning yfir því að lifa við frelsi og velmegun. Að sumu leyti minnir þetta á flagellanta miðalda, þá sem fengu naut út úr því að píska sjálfa sig. Þetta felur í sér að vera ógurlega skilningsríkur - ekki síst gagnvart alls kyns kúgun í þriðja heiminum - á sama tíma og gríðarlegri dómhörku er beitt á vestrænt samfélag, aðallega þó hvíta karlmenn. Þeir eru afbyggðir þangað til ekkert er eftir nema nakin valdafíknin. Meira eða minna öll ógæfa heimsins skal vera því að kenna hvernig þeir reyna að viðhalda völdum. --- --- --- Samt vill svo til að hér í vestrinu erum við að njóta ávaxtanna af mannréttindabaráttu sem hefur skilað ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Kjörum kvenna hefur verið gjörbylt á aðeins þrjátíu árum; minnihlutahópar sem áður voru ofsóttir njóta almennrar virðingar og viðurkenningar, ekki síst samkynhneigðir. Baráttan er komin svo langt að aðalmálin eru áðurnefndur launamunur kynjanna og hvort samkynhneigðir megi gifta sig í kirkju. Þetta hefur gengið svona vel vegna þess að við lifum í opnu og frjálsu samfélagi þar sem er hægt að takast á um hugmyndir án þess að óttast um líf sitt. Góðar hugmyndir geta rutt þeim vondu úr vegi - það er galdurinn við tjáningarfrelsið. Samt verður maður var við ótrúlega tregðu við að styðja gildi vestræns samfélags, hjá mörgum þykir það beinlínis ljótt. Afstæðishyggjan með öllum sínum flóknu réttlætingum er býsna notaleg - maður þarf í raun aldrei að taka afstöðu til neins, allt má skýra með menningarmun og félagsmótun og út frá sjónarmiðum mannfræðinnar. Við skiljum, biðjumst afsökunar, lofum að gera það aldrei aftur. --- --- --- Á sama tíma standa fyrir utan sendiráð Norðurlandanna víða um heiminn menn með logandi kyndla sem hóta að allir sem koma frá sama heimshluta og hópur danskra skopmyndateiknara verði hakkaðir í spað. Andspænis ofstækinu afhjúpast ráðleysi okkar. Viðbrögð stjórnmála-, fjölmiðla- og menntamanna á Vesturlöndum hafa verið svo veikluleg, að maður segi ekki hugleysisleg, að manni koma í hug orð heimspekingsins Nietzsches í einni af spásögnum sínum um vestrænt samfélag: "Að lokum verða aðstæður svo friðsamlegar að sífellt minni nauðsyn er á að læra að herða og brýna tilfinningar sínar og æ færri tækifæri gefast til þess... Á ákveðnu stigi í sögu samfélagsins verður það svo sjúklega viðkvæmt og veikburða að það tekur jafnvel upp hanskann fyrir þá sem eru því verstir, glæpamennirnir, og það jafnvel í einlægni og fyllstu alvöru." Pistillinn var fluttur í Íslandi í dag á Stöð 2/NFS 10. febrúar 2006 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Það er sérkennilegt að heyra femínista, sem til dæmis gagnrýna af hörku launamun á Íslandi (sem miðað við þróunina í kvenfrelsisátt ætti að verða útrýmt eftir nokkur ár), verja stæka kvennakúgun í öðrum löndum - á þeim forsendum að það sé svo mikill menningarmunur. Þannig hlustaði ég á unga og bráðefnilega konu á fundi í vikunni tala um að það væri ekki svo alvarlegt að karlar í Íran þar sem hún ferðaðist máttu ekki taka í höndina á henni. Þetta væri bara þeirra menning. Með þessu er hægt að afsaka hérumbil allt. Tilhneigingin er sú að taka sífellt afstöðu með þeim sem brjóta af sér. --- --- --- Þetta er hugarfar sem má kalla sektarþrá. Hana er aðallega að finna meðal ákveðinnar tegundar af vinstri sinnuðum menntamönnum. Þarna spilar inn í óbeit á vestrænu samfélagi - milli íslamista og vinstri manna á Vesturlöndum hefur myndast skrítið bandalag vegna sameiginlegs haturs á Bandaríkjunum - og skömmustutilfinning yfir því að lifa við frelsi og velmegun. Að sumu leyti minnir þetta á flagellanta miðalda, þá sem fengu naut út úr því að píska sjálfa sig. Þetta felur í sér að vera ógurlega skilningsríkur - ekki síst gagnvart alls kyns kúgun í þriðja heiminum - á sama tíma og gríðarlegri dómhörku er beitt á vestrænt samfélag, aðallega þó hvíta karlmenn. Þeir eru afbyggðir þangað til ekkert er eftir nema nakin valdafíknin. Meira eða minna öll ógæfa heimsins skal vera því að kenna hvernig þeir reyna að viðhalda völdum. --- --- --- Samt vill svo til að hér í vestrinu erum við að njóta ávaxtanna af mannréttindabaráttu sem hefur skilað ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Kjörum kvenna hefur verið gjörbylt á aðeins þrjátíu árum; minnihlutahópar sem áður voru ofsóttir njóta almennrar virðingar og viðurkenningar, ekki síst samkynhneigðir. Baráttan er komin svo langt að aðalmálin eru áðurnefndur launamunur kynjanna og hvort samkynhneigðir megi gifta sig í kirkju. Þetta hefur gengið svona vel vegna þess að við lifum í opnu og frjálsu samfélagi þar sem er hægt að takast á um hugmyndir án þess að óttast um líf sitt. Góðar hugmyndir geta rutt þeim vondu úr vegi - það er galdurinn við tjáningarfrelsið. Samt verður maður var við ótrúlega tregðu við að styðja gildi vestræns samfélags, hjá mörgum þykir það beinlínis ljótt. Afstæðishyggjan með öllum sínum flóknu réttlætingum er býsna notaleg - maður þarf í raun aldrei að taka afstöðu til neins, allt má skýra með menningarmun og félagsmótun og út frá sjónarmiðum mannfræðinnar. Við skiljum, biðjumst afsökunar, lofum að gera það aldrei aftur. --- --- --- Á sama tíma standa fyrir utan sendiráð Norðurlandanna víða um heiminn menn með logandi kyndla sem hóta að allir sem koma frá sama heimshluta og hópur danskra skopmyndateiknara verði hakkaðir í spað. Andspænis ofstækinu afhjúpast ráðleysi okkar. Viðbrögð stjórnmála-, fjölmiðla- og menntamanna á Vesturlöndum hafa verið svo veikluleg, að maður segi ekki hugleysisleg, að manni koma í hug orð heimspekingsins Nietzsches í einni af spásögnum sínum um vestrænt samfélag: "Að lokum verða aðstæður svo friðsamlegar að sífellt minni nauðsyn er á að læra að herða og brýna tilfinningar sínar og æ færri tækifæri gefast til þess... Á ákveðnu stigi í sögu samfélagsins verður það svo sjúklega viðkvæmt og veikburða að það tekur jafnvel upp hanskann fyrir þá sem eru því verstir, glæpamennirnir, og það jafnvel í einlægni og fyllstu alvöru." Pistillinn var fluttur í Íslandi í dag á Stöð 2/NFS 10. febrúar 2006
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun