Skynsemi sem er gengin af göflunum 19. febrúar 2006 23:57 Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrunaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi. Því er svo erfitt fyrir stjórnmálamenn að víkja af götu hennar. Þrátt fyrir að í raun sé þetta skynsemi sem er gengin af göflunum. Hagvaxtarhyggjan í síðustu birtingarmynd sinni - þeirri örvæntingarfyllstu liggur manni við að segja - gengur út á að fólk sé í búðum frá morgni til kvölds. Við höfum þetta hroðalega ljóta orð, neytendur. Það er notað yfir fólk - líkt og það sé skepnur sem eru reknar í réttir. Okkur er hrósað fyrir að vera svo dugleg að neyta; það eru jú neytendurnir sem halda uppi hagkerfinu - björguðu heiminum meira að segja frá síðustu kreppu með því að steypa sér í skuldir. Þjóðverjar og sumar aðrar Evrópuþjóðir fá skammir frá hagfræðingum fyrir að slá slöku við í neyslunni. Hagvaxtarhyggjan felur í sér að því sem er gamalt er kastað á haugana. Í staðinn höfum við fengið aðgang að ofboðslegu magni af ódýrum varningi sem hleðst alls staðar upp og enginn hefur raunverulega þörf fyrir. Við höfum einnota föt, tæki sem endast varla árið, bíla sem er skipt um ótt og títt. Alls staðar í heiminum eru sömu verslunarmiðstöðvarnar með sömu vörumerkjunum - allir eru að kaupa það sama, gera það sama, horfa á það sama. --- --- --- Hnattvæðingin er ítrasta birtingarmynd hagvaxtarhyggjunnar. Það skal kappkostað að ná verði framleiðslunar niður og því er henni úthýst til Asíullanda í Kína. Til að þetta borgi sig þarf að mergsjúga verkafólk og að vissu leyti framleiðendur. Blake, eitt af þjóðskáldum Englendinga, orti um dimmar satanískar myllur - það voru verksmiðjur iðnbyltingarinnar sem hann nefndi svo - þetta á nú við um verksmiðjur hnattvæðingarinnar í þriðja heiminum. Hnattvæðingin var mikið dásömuð í kringum tvöþúsund, á blómatíma blairismans. Þá virtist mörgum að hún fæli í sér heillandi lífsháttabyltingu, þjóðríki myndu hverfa og við færum öll að búa í einu heimsþorpi. Síðan hefur ljóminn verið að fara af henni. Hagvöxturinn heldur áfram, en það er ekki hægt að horfa fram hjá afleiðingunum sem eru geigvænleg umhverfisspjöll, sóun sem felst í miklum þungaflutningum, fákeppni, ójöfnuður. Hnattvæðingin er að gera lítinn hóp ofurríkan - af því leiðir pútókratí, auðræði fámennra klíka. Stórfyrirtæki verða stærri en flest þjóðríki og stefna til stjarnanna, þjóðir hafa ekki roð við þeim, meðan þetta er kapphlaup niður á botninn fyrir verkafólk. --- --- --- Dæmigerður fyrir hnattvæðinguna er verslunarrisinn WalMart - ógvænlega stór, ópersónulegur, skeytingarlaus. WalMart þrífst á að ná vöruverði niður í ekki neitt, selja ótrúlegt magn varnings með lágri álagningu. Fólkið sem vinnur hjá WalMart fær ömurleg laun, nýtur lélegra trygginga, ríkið þarf að hlaupa undir bagga ef það veikist. Þetta er það sem kallast sveigjanlegur vinnumarkaður á máli hagvaxtarins. WalMart og svipuðu fyrirtæki geta flutt starfsemi sína burt á augabragði ef farið er að heimta betri kjör, skárri aðbúnað eða setja hærri skatta. Nú er WalMart í mjög hagkvæmu bandalagi við einræðisríkið Kína. Þarna ríkir hagvaxtarhyggja í sinni ruddalegustu mynd með tilheyrandi vinnuþrælkun ungmenna - fólki er kastað burt útslitnu um þrítugt, alltaf er hægt að fá nýtt í staðinn - og umhverfiseyðingu sem á ekki sinn líka í veröldinni um þessar mundir. Rykskýið frá uppblásinni jörð kringum Peking fýkur alla leið yfir vesturströnd Bandaríkjanna. Reyndar athyglisvert að hugleiða í þessu sambandi að kommúnismi og kapítalismi eru ekki svo ólíkar stefnur þegar öllu er á botninn hvolft. Við skynjum þetta vel þegar við rekumst á verulega framandi hugmyndafræði, líkt og til dæmis hið herskáa íslam. Bæði kommúnismi og kapítalismi eru afsprengi ákafrar skynsemishyggju, blindrar trúar á stöðugar framfarir þar sem sífellt meiri framleiðsla skiptir öllu máli. --- --- --- Æ fleiri eru farnir að skilja að það er komið að endimörkum - maður er meira að segja farinn að lesa greinar þess efnis í hægri blöðum eins og Financial Times og Spectator. Í skammsýni okkar erum við að ræna lífsgæðum frá börnunum okkar, það þarf svona eins og fimm plánetur til að standa undir rányrkjunni þegar Kína og Indland bætast við. En við hljótum líka að taka með í reikninginn hvað þetta er lítið gaman lengur. Hagvaxtarhyggjan er afar takmörkuð hugmyndafræði til að byggja á; samfélögin þar sem hún ríkir eru meira og minna í andlegri kreppu. Hún heimtar alltaf meira, er gjörsamlega óseðjandi, en veitir samt svo litla fullnægju. Við sjáum hvernig þunglyndi, streita, lífsleiði, geðsjúkdómar og fíkniefnaneysla fara vaxandi í heimshluta okkar. Vandinn er sá að við erum föst í þessu fari, okkur detta ekki í hug almennilegir valkostir við hagvaxtarrétttrúnaðinn. En við hljótum að eiga val um hvort þetta heldur svona áfram. Það hefur til dæmis verið stungið upp á að taka upp einhvers konar hamingjuvísitölu sem mælikvarða á lífsgæði. Og þá er ekki víst að þau lönd sem mestan hafa hagvöxtinn skori hæst. Þetta er að uppistöðu pistill sem var fluttur í Íslandi í dag á Stöð 2/NFS föstudaginn 17. febrúar 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrunaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi. Því er svo erfitt fyrir stjórnmálamenn að víkja af götu hennar. Þrátt fyrir að í raun sé þetta skynsemi sem er gengin af göflunum. Hagvaxtarhyggjan í síðustu birtingarmynd sinni - þeirri örvæntingarfyllstu liggur manni við að segja - gengur út á að fólk sé í búðum frá morgni til kvölds. Við höfum þetta hroðalega ljóta orð, neytendur. Það er notað yfir fólk - líkt og það sé skepnur sem eru reknar í réttir. Okkur er hrósað fyrir að vera svo dugleg að neyta; það eru jú neytendurnir sem halda uppi hagkerfinu - björguðu heiminum meira að segja frá síðustu kreppu með því að steypa sér í skuldir. Þjóðverjar og sumar aðrar Evrópuþjóðir fá skammir frá hagfræðingum fyrir að slá slöku við í neyslunni. Hagvaxtarhyggjan felur í sér að því sem er gamalt er kastað á haugana. Í staðinn höfum við fengið aðgang að ofboðslegu magni af ódýrum varningi sem hleðst alls staðar upp og enginn hefur raunverulega þörf fyrir. Við höfum einnota föt, tæki sem endast varla árið, bíla sem er skipt um ótt og títt. Alls staðar í heiminum eru sömu verslunarmiðstöðvarnar með sömu vörumerkjunum - allir eru að kaupa það sama, gera það sama, horfa á það sama. --- --- --- Hnattvæðingin er ítrasta birtingarmynd hagvaxtarhyggjunnar. Það skal kappkostað að ná verði framleiðslunar niður og því er henni úthýst til Asíullanda í Kína. Til að þetta borgi sig þarf að mergsjúga verkafólk og að vissu leyti framleiðendur. Blake, eitt af þjóðskáldum Englendinga, orti um dimmar satanískar myllur - það voru verksmiðjur iðnbyltingarinnar sem hann nefndi svo - þetta á nú við um verksmiðjur hnattvæðingarinnar í þriðja heiminum. Hnattvæðingin var mikið dásömuð í kringum tvöþúsund, á blómatíma blairismans. Þá virtist mörgum að hún fæli í sér heillandi lífsháttabyltingu, þjóðríki myndu hverfa og við færum öll að búa í einu heimsþorpi. Síðan hefur ljóminn verið að fara af henni. Hagvöxturinn heldur áfram, en það er ekki hægt að horfa fram hjá afleiðingunum sem eru geigvænleg umhverfisspjöll, sóun sem felst í miklum þungaflutningum, fákeppni, ójöfnuður. Hnattvæðingin er að gera lítinn hóp ofurríkan - af því leiðir pútókratí, auðræði fámennra klíka. Stórfyrirtæki verða stærri en flest þjóðríki og stefna til stjarnanna, þjóðir hafa ekki roð við þeim, meðan þetta er kapphlaup niður á botninn fyrir verkafólk. --- --- --- Dæmigerður fyrir hnattvæðinguna er verslunarrisinn WalMart - ógvænlega stór, ópersónulegur, skeytingarlaus. WalMart þrífst á að ná vöruverði niður í ekki neitt, selja ótrúlegt magn varnings með lágri álagningu. Fólkið sem vinnur hjá WalMart fær ömurleg laun, nýtur lélegra trygginga, ríkið þarf að hlaupa undir bagga ef það veikist. Þetta er það sem kallast sveigjanlegur vinnumarkaður á máli hagvaxtarins. WalMart og svipuðu fyrirtæki geta flutt starfsemi sína burt á augabragði ef farið er að heimta betri kjör, skárri aðbúnað eða setja hærri skatta. Nú er WalMart í mjög hagkvæmu bandalagi við einræðisríkið Kína. Þarna ríkir hagvaxtarhyggja í sinni ruddalegustu mynd með tilheyrandi vinnuþrælkun ungmenna - fólki er kastað burt útslitnu um þrítugt, alltaf er hægt að fá nýtt í staðinn - og umhverfiseyðingu sem á ekki sinn líka í veröldinni um þessar mundir. Rykskýið frá uppblásinni jörð kringum Peking fýkur alla leið yfir vesturströnd Bandaríkjanna. Reyndar athyglisvert að hugleiða í þessu sambandi að kommúnismi og kapítalismi eru ekki svo ólíkar stefnur þegar öllu er á botninn hvolft. Við skynjum þetta vel þegar við rekumst á verulega framandi hugmyndafræði, líkt og til dæmis hið herskáa íslam. Bæði kommúnismi og kapítalismi eru afsprengi ákafrar skynsemishyggju, blindrar trúar á stöðugar framfarir þar sem sífellt meiri framleiðsla skiptir öllu máli. --- --- --- Æ fleiri eru farnir að skilja að það er komið að endimörkum - maður er meira að segja farinn að lesa greinar þess efnis í hægri blöðum eins og Financial Times og Spectator. Í skammsýni okkar erum við að ræna lífsgæðum frá börnunum okkar, það þarf svona eins og fimm plánetur til að standa undir rányrkjunni þegar Kína og Indland bætast við. En við hljótum líka að taka með í reikninginn hvað þetta er lítið gaman lengur. Hagvaxtarhyggjan er afar takmörkuð hugmyndafræði til að byggja á; samfélögin þar sem hún ríkir eru meira og minna í andlegri kreppu. Hún heimtar alltaf meira, er gjörsamlega óseðjandi, en veitir samt svo litla fullnægju. Við sjáum hvernig þunglyndi, streita, lífsleiði, geðsjúkdómar og fíkniefnaneysla fara vaxandi í heimshluta okkar. Vandinn er sá að við erum föst í þessu fari, okkur detta ekki í hug almennilegir valkostir við hagvaxtarrétttrúnaðinn. En við hljótum að eiga val um hvort þetta heldur svona áfram. Það hefur til dæmis verið stungið upp á að taka upp einhvers konar hamingjuvísitölu sem mælikvarða á lífsgæði. Og þá er ekki víst að þau lönd sem mestan hafa hagvöxtinn skori hæst. Þetta er að uppistöðu pistill sem var fluttur í Íslandi í dag á Stöð 2/NFS föstudaginn 17. febrúar 2006.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun