Lífið

Íturvaxinn köttur í Kína

Allir vita að kettir njóta þess að taka lífinu með ró. Sumir taka því þó rólegar en aðrir. Kisi nokkur á heima í kínversku borginni Quingdao og hann vegur hvorki meira né minna en fimmtán kíló.

Mittismálið er áttatíu sentímetrar, sem þýðir að buxur af stærðinni 32 myndu passa honum prýðilega. Fressið feita er lítt hrifið af hefðbundnum kattastörfum á borð við músaveiðar heldur kýs þessi pattaralegi köttur fremur að liggja á meltunni daginn út og inn, hann á meira að segja lítinn kodda og teppi til þess arna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.