Sport

Agassi vill kaupa verðlaun Björns Borg

Andre Agassi vill ekki að verðlaunagripirnir frá Wimbledon árið 1980 komist í hendur manna sem hafa ekkert með tennis að gera
Andre Agassi vill ekki að verðlaunagripirnir frá Wimbledon árið 1980 komist í hendur manna sem hafa ekkert með tennis að gera NordicPhotos/GettyImages

Ameríski tenniskappinn Andre Agassi vill ekki að verðlaunagripir Björns Borg frá Wimbledon mótinu árið 1980 endi í höndum auðmanna og hefur því sjálfur gefið í skyn a hann muni bjóða í þá á þegar þeir verða settir á uppboð vegna fjárhagserfiðleika eigandans.

"Það er skelfileg tilhugsun að gripirnir hafni í höndum auðmanna sem hafa ekkert með sportið að gera og því gæti ég vel hugsað mér að bjóða í þá sjálfur," sagði Agassi, en þá munu mótshaldarar Wimbledon einnig vera að íhuga að bjóða í verðlaunin með það fyrir augum að koma þeim á safn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×