Sport

Skallagrímur í undanúrslit eftir framlengingu í Grindavík

Skallagrímur varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sig í undanúrslit Iceland Express-deildar karla í körfubolta þegar liðið hafði betur í framlengingu gegn Grindavík, 73-77. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 65-65 og því þurfti að framlengja í Grindavík.

Borgnesingar unnu einnig fyrri leik liðanna á föstudagskvöld og því einvígið 2-0. Skallagrímur leiddi með einu stigi í hálfleik, 35-36.

Hafþór Gunnarsson, Jovan Zdravevski og George Byrd voru stigahæstir Borgnesinga en þeir skoruðu allir 17 stig hver. Hjá Grindavík var Helgi Jónas Guðfinnson stigahæstur með 18 stig.

Keflavík varð í gær fyrst allra liða með því að leggja Fjölni að velli í tveimur leikjum og KR-ingar knúðu fram oddaleik gegn Snæfelli með eins stigs útisigri í Stykkishólmi. Njarðvíkingar lögðu ÍR að velli fyrr í kvöld og eru einnig komið í undanúrslit með því að vinna einvígi sitt 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×