Viðskipti innlent

Lífeyrisgreiðslur TR 19 milljarðar króna

Mynd/Pjetur Sigurðsson

Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar (TR) til ellilífeyrisþega nema 19 milljörðum króna á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að greiðslur Tryggingastofnunar á hvern ellilífeyrisþega hafi hækkað um tæp 80 prósent á á árabilinu 1995 til 2005 en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 41 prósent.

Þá kemur fram að meðalgreiðslur Tryggingastofnunar hækkuðu mun hraðar en neysla verðsvísitölu á árabilinu 2001 til 2003. Segir í Vefritinu að á tímabilinu hafi nýr lífeyrisflokkur, tekjutryggingarauki, komið til sem hafi hækkað greiðslur til margra ellilífeyrisþega. Þá lækkaði skerðingarhlutfall vegna annarra tekna á tekjutryggingaauka úr 67 prósentum í 45 prósent í byrjun árs 2003.

7.700 ellilífeyrisþegar fá nú hlutdeild í tekjutryggingaaukanum, að því er fram kemur í Vefriti fjármálaráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×