Nýjar fjölmiðladeilur, ráðlaus ríkisstjórn, klénar hagspár 26. apríl 2006 11:30 Ég verð ekki var við að nokkur maður hafi áhuga á nýja fjölmiðlafrumvarpinu. Enn hefur til dæmis ekki orðið nokkur umræða um það á vefnum sem logaði á tíma fyrra fjölmiðlafrumvarpsins. Það ætti þess vegna að geta runnið í gegn. Dramadrottningar í Samfylkingunni setja sig að vísu í stellingar - en maður veit samt ekki nema að það séu hefðbundin leikræn stjórnarandstöðutilþrif. Var formaður flokksins ekki í nefndinni sem lagði grunn að frumvarpinu? Svo er spurning hversu mikil andstaða verður úr herbúðum Baugs. Gunnar Smári sem hefur verið mestanpart utan þjóðmálaumræðunnar er kominn aftur til að mæla gegn frumvarpinu. Hann heldur því fram að það beinist einungis gegn 365-miðlum. Það kann að vera nokkuð til í því - 365 er náttúrlega langstærsta fjölmiðlafyrirtækið. Varla er við öðru að búast en að lögin snerti það með einhverjum hætti. Þrátt fyrir deilur um lagalegar útfærslur hafa flestir stjórnmálamenn látið eins og sé almennur vilji að koma í veg fyrir að fjölmiðlar safnist á of fárra hendur. Auðvitað er full þörf á því í samfélagi þar sem fáar klíkur auðmanna - ólígarka - eru orðnar jafn sterkar og hér. Þyrfti raunar að skoða fleiri svið samfélagsins í ljósi vaxandi auðræðis. Stofnanir eins og Fjármálaeftirlit og Samkeppnisstofnun verið reynst liðónýtar hingað til. Þrír þættir frumvarpsins virðast líklegastir til að valda deilum. Staða Ríkisútvarpsins sem hlutafélags, 25 prósenta reglan um eignarhald og svo ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Styrmir Gunnarsson skrifar leiðara í Morgunblaðið í dag þar sem hann blæs á hið síðastnefnda - telur þetta greinilega komið frá Samfylkingu. Ritstjórinn gamli vill ekki að neinn skipti sér af því hvernig hann drottnar yfir Mogganum. --- --- --- Annars er líklegt að eitt og annað verði rifjað upp á næstu vikum ef umræða um fjölmiðla fer á skrið. Hvað sögðu menn á tíma áköfustu deilnanna um fjölmiðlafrumvarpið fyrra? Ég er ekki viss um að allir séu ánægðir með það sem þeir létu út úr sér. Í Morgunblaðinu 7. janúar 2004 birtist til dæmis grein eftir Jón Ásgeir Jóhannesson þar sem hann tók vel í ýmsar aðferðir til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði. Þessi grein vakti mikla athygli á sínum tíma, enda var hún vísast hugsuð sem nokkurs konar sáttagjörð. 30. apríl sama ár birtist svo viðtal við hann í Viðskiptablaðinu þar sem hann kvaðst tilbúinn til að fallast á að hlutur hans yrði takmarkaður við 25 prósent, sagði að til greina kæmi að setja reglur þar að lútandi og eins um hvernig fjölmiðlum er stýrt. --- --- --- Skortur á einlægni getur verið hvimleiður í fari stjórnmálamanna. Stundum er betra að játa veikleika sína. Þannig er enginn nokkru bættari þótt Halldór Ásgrímsson stígi í pontu hjá atvinnurekendum og segi að allt sé í sómanum í íslensku efnahagslífi. Allra síst hann sjálfur. Við höfum upplifað þrjátíu prósenta gengisfellingu á örfáum mánuðum. Vöruverð rýkur upp. Það er hætta á að húsnæðisverð falli. Vextir eru þeir hæstu í víðri veröld, við bætist hin grimma verðtrygging sem veldur lántakendum skelfilegum búsifjum. Óvíða í heiminum er fólk jafn skuldsett og hér. Uppblásinn hlutabréfamarkaður lækkar, enda ljóst að þar var fyrst og fremst í gangi einhvers konar píramíðaspilamennska - í engu samræmi við raunverulegt verðmæti fyrirtækja. Morgunblaðið spurði í leiðara í gær: Er ríkisstjórnin að stjórna? Svarið virðist vera afdráttarlaust nei. Hin frekar þreytulega ríkisstjórn þarf að skapa traust á efnahagslífinu, bæði hér heima og erlendis. Líklega er réttast að slá bæði á frest frekari stjóriðjuáformum og skattalækkunum. Þetta er ekki tími fyrir skrum eða atkvæðaveiðar. Leiðarahöfundur Moggans spáir því að hætta sé á öngþveiti í haust ef stjórnin aðhefst ekki. --- --- --- Það er náttúrlega stór spurning hvort nokkur framtíð sé í núverandi efnahagsstefnu sem byggist á fljótandi gengi krónunnar og því að Seðlabankinn haldi verðbólgunni innan ákveðinna takmarka með vöxtum sínum. Líklega þurfum við brátt að viðurkenna að þetta dugi ekki til frambúðar. Hagkerfið er of lítið. Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og Seðlabankastjóri, orðaði þetta ágætlega í viðtali við mig um daginn. Hann sagði: Bjóddu manninum á götunni íslenskan þúsund kall eða tíu evrur. Hvort heldurðu að hann vilji? Það er í raun ekki til betra próf. --- --- --- Svo er maður nánast farinn að sakna Þjóðhagsstofnunar gömlu - það vantar óháðan aðila til að gera úttekt á efnahagslífinu. Einhvern veginn tekur maður ekki mark á greiningardeildum bankanna þótt þar sé ágætlega menntað fólk. Hagsmunatengslin eru of mikil. Greiningardeildirnar hafa ekki farið vel út úr darraðardansinum undanfarið. Fjármálaráðuneytið er svo að birta sína spá - þar er svifið um á rósrauðu skýi. Það er líka erfitt að taka mark á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Ég verð ekki var við að nokkur maður hafi áhuga á nýja fjölmiðlafrumvarpinu. Enn hefur til dæmis ekki orðið nokkur umræða um það á vefnum sem logaði á tíma fyrra fjölmiðlafrumvarpsins. Það ætti þess vegna að geta runnið í gegn. Dramadrottningar í Samfylkingunni setja sig að vísu í stellingar - en maður veit samt ekki nema að það séu hefðbundin leikræn stjórnarandstöðutilþrif. Var formaður flokksins ekki í nefndinni sem lagði grunn að frumvarpinu? Svo er spurning hversu mikil andstaða verður úr herbúðum Baugs. Gunnar Smári sem hefur verið mestanpart utan þjóðmálaumræðunnar er kominn aftur til að mæla gegn frumvarpinu. Hann heldur því fram að það beinist einungis gegn 365-miðlum. Það kann að vera nokkuð til í því - 365 er náttúrlega langstærsta fjölmiðlafyrirtækið. Varla er við öðru að búast en að lögin snerti það með einhverjum hætti. Þrátt fyrir deilur um lagalegar útfærslur hafa flestir stjórnmálamenn látið eins og sé almennur vilji að koma í veg fyrir að fjölmiðlar safnist á of fárra hendur. Auðvitað er full þörf á því í samfélagi þar sem fáar klíkur auðmanna - ólígarka - eru orðnar jafn sterkar og hér. Þyrfti raunar að skoða fleiri svið samfélagsins í ljósi vaxandi auðræðis. Stofnanir eins og Fjármálaeftirlit og Samkeppnisstofnun verið reynst liðónýtar hingað til. Þrír þættir frumvarpsins virðast líklegastir til að valda deilum. Staða Ríkisútvarpsins sem hlutafélags, 25 prósenta reglan um eignarhald og svo ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Styrmir Gunnarsson skrifar leiðara í Morgunblaðið í dag þar sem hann blæs á hið síðastnefnda - telur þetta greinilega komið frá Samfylkingu. Ritstjórinn gamli vill ekki að neinn skipti sér af því hvernig hann drottnar yfir Mogganum. --- --- --- Annars er líklegt að eitt og annað verði rifjað upp á næstu vikum ef umræða um fjölmiðla fer á skrið. Hvað sögðu menn á tíma áköfustu deilnanna um fjölmiðlafrumvarpið fyrra? Ég er ekki viss um að allir séu ánægðir með það sem þeir létu út úr sér. Í Morgunblaðinu 7. janúar 2004 birtist til dæmis grein eftir Jón Ásgeir Jóhannesson þar sem hann tók vel í ýmsar aðferðir til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði. Þessi grein vakti mikla athygli á sínum tíma, enda var hún vísast hugsuð sem nokkurs konar sáttagjörð. 30. apríl sama ár birtist svo viðtal við hann í Viðskiptablaðinu þar sem hann kvaðst tilbúinn til að fallast á að hlutur hans yrði takmarkaður við 25 prósent, sagði að til greina kæmi að setja reglur þar að lútandi og eins um hvernig fjölmiðlum er stýrt. --- --- --- Skortur á einlægni getur verið hvimleiður í fari stjórnmálamanna. Stundum er betra að játa veikleika sína. Þannig er enginn nokkru bættari þótt Halldór Ásgrímsson stígi í pontu hjá atvinnurekendum og segi að allt sé í sómanum í íslensku efnahagslífi. Allra síst hann sjálfur. Við höfum upplifað þrjátíu prósenta gengisfellingu á örfáum mánuðum. Vöruverð rýkur upp. Það er hætta á að húsnæðisverð falli. Vextir eru þeir hæstu í víðri veröld, við bætist hin grimma verðtrygging sem veldur lántakendum skelfilegum búsifjum. Óvíða í heiminum er fólk jafn skuldsett og hér. Uppblásinn hlutabréfamarkaður lækkar, enda ljóst að þar var fyrst og fremst í gangi einhvers konar píramíðaspilamennska - í engu samræmi við raunverulegt verðmæti fyrirtækja. Morgunblaðið spurði í leiðara í gær: Er ríkisstjórnin að stjórna? Svarið virðist vera afdráttarlaust nei. Hin frekar þreytulega ríkisstjórn þarf að skapa traust á efnahagslífinu, bæði hér heima og erlendis. Líklega er réttast að slá bæði á frest frekari stjóriðjuáformum og skattalækkunum. Þetta er ekki tími fyrir skrum eða atkvæðaveiðar. Leiðarahöfundur Moggans spáir því að hætta sé á öngþveiti í haust ef stjórnin aðhefst ekki. --- --- --- Það er náttúrlega stór spurning hvort nokkur framtíð sé í núverandi efnahagsstefnu sem byggist á fljótandi gengi krónunnar og því að Seðlabankinn haldi verðbólgunni innan ákveðinna takmarka með vöxtum sínum. Líklega þurfum við brátt að viðurkenna að þetta dugi ekki til frambúðar. Hagkerfið er of lítið. Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og Seðlabankastjóri, orðaði þetta ágætlega í viðtali við mig um daginn. Hann sagði: Bjóddu manninum á götunni íslenskan þúsund kall eða tíu evrur. Hvort heldurðu að hann vilji? Það er í raun ekki til betra próf. --- --- --- Svo er maður nánast farinn að sakna Þjóðhagsstofnunar gömlu - það vantar óháðan aðila til að gera úttekt á efnahagslífinu. Einhvern veginn tekur maður ekki mark á greiningardeildum bankanna þótt þar sé ágætlega menntað fólk. Hagsmunatengslin eru of mikil. Greiningardeildirnar hafa ekki farið vel út úr darraðardansinum undanfarið. Fjármálaráðuneytið er svo að birta sína spá - þar er svifið um á rósrauðu skýi. Það er líka erfitt að taka mark á því.