Innlent

RÚV-frumvarpið ekki afgreitt úr nefnd

MYND/Vísir

Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið var ekki afgreitt úr menntamálanefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í dag. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, sagði fyrir fundinn að athuga ætti hvort unnt væri að lægja öldurnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í afstöðunni til frumvarpsins, en hart hefur verið deilt um það á þingi. Ekki kom þó til þess þar sem tíminn fór í að ræða við þá aðila sem kallaðir höfðu verið til fundar við nefndina, þar á meðal fulltrúa menntamálaráðuneytisins og safnstjóra Ríkisútvarpsins. Að sögn Sigurður Kára mun menntamálanefnd funda aftur eftir hádegi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×