Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2024 13:09 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að dvalið hafi verið í 25 húsum í Grindavík í nótt. Vísir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33