Viðskipti erlent

Auknum hagvexti spáð í Þýskalandi

Þýskir hagfræðingar spá 1,8 prósenta hagvexti í endurskoðaðri spá sinni fyrir árið. Segja þeir útflutning vera að aukast og merki vera á lofti um aukna neyslu. Hins vegar segja þeir að dragi úr hagvexti á næsta ári. Þá minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi og er nú 11,5 prósent. Hagfræðingarnir spáðu 1,2 prósenta hagvexti á þessu ári í spá sem birt var í október á síðasta ári.

Gangi spár hagfræðinganna eftir mun hagvöxtur í Þýskalandi verða sá mesti síðastliðin sex ár en hagvöxtur nam 3 prósentum árið 2000.

Að sögn hagstofu Þýskalands þarf hagvöxtur að nema 2 prósentum til að minnka atvinnuleysi en í spá hagfræðinganna er því spáð að atvinnuleysi verði 10,6 prósent á þessu ári og fari niður í 10,2 prósent á næsta ári. Þetta er nokkuð minna en á síðasta ári þegar atvinnuleysi mædist 11,2 prósent í Þýskalandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×