Innlent

Frakka íhuga að auka umsvif sín á N-Atlantshafi

MYND/Stefán

Frakkar íhuga að auka umsvif sín á Norður-Atlantshafi til að tryggja öryggi á svæðinu. Þetta segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið eftir viðræður við varnarmálaráðherra Frakklands í París í gær. Ummæli varnarmálaráðherrans standa vafalítið í tengslum við brottflutning Varnarliðsins héðan, en skip úr franska flotanum hafa komið reglulega hingað til lands. Ráðherrann nefndi möguleika á að láta þau koma oftar og dvelja lengur á hafsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×