Innlent

Pottur á elda­vél talinn upp­tök brunans á Amt­manns­stíg

Kjartan Kjartansson skrifar
Slökkviliðsmenn sögðu að mikill svartur reykur hefði verið í húsinu við Amtmannsstíg þar sem mannsæður eldsvoði varð í vikunni.
Slökkviliðsmenn sögðu að mikill svartur reykur hefði verið í húsinu við Amtmannsstíg þar sem mannsæður eldsvoði varð í vikunni. Vísir/Vilhelm

Rannsókn lögreglu bendir til þess að kviknað hafi í potti á eldavél á neðri hæð þegar eldur kom upp í húsi á Amtmannsstíg á þriðjudag. Ekkert liggur fyrir um dánarorsök íbúa á sjötugsaldri sem lést eftir eldsvoðann.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bráðabirgðaniðurstöðu rannsóknar á upptökum eldsins að hann hafi kviknað í potti. Rannsóknin er enn í gangi. Mbl.is sagði fyrst frá.

Halldór Bragason, blústónlistarmaður, lést eftir eldsvoðann en hann bjó á neðri hæð hússins þar sem eldurinn kom upp. Reykkafarar fundu hann í íbúðinni en hann var síðar úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Grímur segir að dánarorsök hans liggi ekki fyrir.


Tengdar fréttir

Halldór Bragason lést í eldsvoðanum

Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason lést þegar eldur kom upp á heimili hans við Amtmannsstíg í Reykjavík í gær. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var meðal lykilmanna í blústónlistarsenunni hér á landi.

Mikill og dökkur reykur í íbúðinni

Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×