Innlent

Frumvarp til laga um frjálsa för verkafólks rætt á þingi

MYND/Stefán

Nú stendur yfir á þingi önnur umræða um frumvarp um breytingar á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturrétt launafólks innan EES og um atvinnuréttindi útlendinga. Lögin eiga að taka gildi 1. maí og því liggur á að samþykkja þau.

Með lögunum fá ríkisborgarar nýjustu aðildarríkja Evrópusambandsins rétt til að koma hingað og ráða sig í vinnu án atvinnuleyfis frá og með mánaðamótum. Þetta er fólk frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í lögunum verða atvinnurekendur þó að tilkynna til Vinnumálastofnunar þegar ríkisborgari frá einhverjum ríkjanna átta er ráðinn til vinnu. Reiknað er með að frumvarpið verði samþykkt síðar í dag.

Verkalýðshreyfingin er ekki sátt við frumvarpið, þar sem ekki er reiknað með aðild verkalýðsfélaga að eftirliti með þessu fólki og ekki tryggt að fólkið fái greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×