Uppgjör við arfleifð Davíðs 1. maí 2006 14:35 Ein áhrif brotthvarfs Davíðs Oddsonar úr stjórnmálum eru sú að nú stígur fram hópur manna á sjötugs- og áttræðisaldri sem í raun lét Davíð kúga sig. Hann hlóð þeim í fínar stöður, þeir fóru burt á góðum launum, létu lítið á sér bera, hugsuðu sitt, en voru í raun bældir niður af þessum sterka stjórnmálamanni. Nú tínast þeir aftur inn í umræðuna einn af öðrum; Jón Baldvin, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Hermannsson. Það hlýtur að vera von á Svavari Gestssyni - raunar segir orðrómur að hann hafi fjarstýrt framboði VG frá Skandinavíu. Þetta er ágæt þróun. Allir hafa þessir menn mikið til málanna að leggja. Hin yngri kynslóð stjórnmálamanna hefur að mörgu leyti valdið vonbrigðum.Það er líka að verða mikil breyting. Sjálfstæðismenn eru í óða önn að varpa arfleifð Davíðs fyrir borð. Eftir nokkur ár verður flokkurinn orðinn Evrópusinnaður. Samskiptin við Bandaríkin virðast hafa verið tómt rugl - þau voru mestanpart í höndunum á sérvöldum skósveinum Davíðs. Hann hleypti ekki öðrum að. Þeir klúðruðu málinu stórkostlega. Í sumar verður öllu lokað á Vellinum. Leikskólunum, útvarpinu, tölvupóstinum. Þá fara menn að horfa æ meira til Evrópu. Allir sjá líka að það er orðið fullreynt með íslensku krónuna. Þar er lítt byggjandi á pólitískum arfi Davíðs sem var svo evrófóbískur að hann líkti evrunni við gjaldmiðilinn í Norður-Kóreu (won) í þætti hjá mér fyrir nokkrum árum. Það fer ekki ýkja hátt en uppgjörið við Davíð eru ein mestu tíðindin í stjórnmálum þessi misserin. Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægist hann óðfluga. Í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík býður hann upp á stefnu sem getur varla talist annað hreinræktaður sósíaldemókratismi. Hvernig sem kosningarnar fara er sigurvegarinn jafnaðarstefnan. Á sama tíma á Samfylkingin í vandræðum enda var orðinn vani hennar að skilgreina sig út frá Davíð. --- --- --- Hér er heimasíða þar sem hægt er að kaupa hlægilega gjaldmiðla, til dæmis frá Norður- Kóreu,Mongólíu og Íslandi svo nokkuð sé nefnt. --- --- --- Nýjar auglýsingar ASÍ sem meðal annars hanga á ljósastaurum á Laugaveginum eru rosa flottar. Þarna sér maður ljóslifandi hvað verkalýðsbaráttan skilaði okkur miklu. Það var hún sem kom böndum á kapítalismann - gerði líf vinnandi fólks bærilegt, skapaði kjörin. Nú er ný barátta að fara í gang. Hnattvæðingin er að sumu leyti góð hugmynd, en að öðru leyti fjarska vond. Hún hefur tilhneigingu til að gera fámennar stéttir auðmanna ríkari. Þeir telja sig ekki skulda neinum neitt. Hika ekki við að flytja störf og fjármagn milli landa. Þegar hnattvæðingin fer að hola kjör vinnandi fólks að innan er aftur þörf fyrir verkó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ein áhrif brotthvarfs Davíðs Oddsonar úr stjórnmálum eru sú að nú stígur fram hópur manna á sjötugs- og áttræðisaldri sem í raun lét Davíð kúga sig. Hann hlóð þeim í fínar stöður, þeir fóru burt á góðum launum, létu lítið á sér bera, hugsuðu sitt, en voru í raun bældir niður af þessum sterka stjórnmálamanni. Nú tínast þeir aftur inn í umræðuna einn af öðrum; Jón Baldvin, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Hermannsson. Það hlýtur að vera von á Svavari Gestssyni - raunar segir orðrómur að hann hafi fjarstýrt framboði VG frá Skandinavíu. Þetta er ágæt þróun. Allir hafa þessir menn mikið til málanna að leggja. Hin yngri kynslóð stjórnmálamanna hefur að mörgu leyti valdið vonbrigðum.Það er líka að verða mikil breyting. Sjálfstæðismenn eru í óða önn að varpa arfleifð Davíðs fyrir borð. Eftir nokkur ár verður flokkurinn orðinn Evrópusinnaður. Samskiptin við Bandaríkin virðast hafa verið tómt rugl - þau voru mestanpart í höndunum á sérvöldum skósveinum Davíðs. Hann hleypti ekki öðrum að. Þeir klúðruðu málinu stórkostlega. Í sumar verður öllu lokað á Vellinum. Leikskólunum, útvarpinu, tölvupóstinum. Þá fara menn að horfa æ meira til Evrópu. Allir sjá líka að það er orðið fullreynt með íslensku krónuna. Þar er lítt byggjandi á pólitískum arfi Davíðs sem var svo evrófóbískur að hann líkti evrunni við gjaldmiðilinn í Norður-Kóreu (won) í þætti hjá mér fyrir nokkrum árum. Það fer ekki ýkja hátt en uppgjörið við Davíð eru ein mestu tíðindin í stjórnmálum þessi misserin. Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægist hann óðfluga. Í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík býður hann upp á stefnu sem getur varla talist annað hreinræktaður sósíaldemókratismi. Hvernig sem kosningarnar fara er sigurvegarinn jafnaðarstefnan. Á sama tíma á Samfylkingin í vandræðum enda var orðinn vani hennar að skilgreina sig út frá Davíð. --- --- --- Hér er heimasíða þar sem hægt er að kaupa hlægilega gjaldmiðla, til dæmis frá Norður- Kóreu,Mongólíu og Íslandi svo nokkuð sé nefnt. --- --- --- Nýjar auglýsingar ASÍ sem meðal annars hanga á ljósastaurum á Laugaveginum eru rosa flottar. Þarna sér maður ljóslifandi hvað verkalýðsbaráttan skilaði okkur miklu. Það var hún sem kom böndum á kapítalismann - gerði líf vinnandi fólks bærilegt, skapaði kjörin. Nú er ný barátta að fara í gang. Hnattvæðingin er að sumu leyti góð hugmynd, en að öðru leyti fjarska vond. Hún hefur tilhneigingu til að gera fámennar stéttir auðmanna ríkari. Þeir telja sig ekki skulda neinum neitt. Hika ekki við að flytja störf og fjármagn milli landa. Þegar hnattvæðingin fer að hola kjör vinnandi fólks að innan er aftur þörf fyrir verkó.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun