Firmakeppni Smára í Hreppum fór fram á Kálfárbökkum við Árnes þann 1. maí í blíðskaparveðri og var aðsókn með mesta móti. Þáttaka var góð og góð tilþrif sáust, enda voru keppendur óspart hvattir áfram af þuli mótsins. Nú var í fyrsta skipti keppt í flokki heldri manna og kvenna. Það var Sigurður Sigmundsson frá Syðra-Langholti sem gaf verðlaunagrip í þennan nýja flokk.
Sjá nánar HÉR