Sport

Bo van Pelt með forystu

Bo van Pelt lét leiðindaveður ekki hamla sér og hefur 3 högga forystu.
Bo van Pelt lét leiðindaveður ekki hamla sér og hefur 3 högga forystu.

Bandaríkjamaðurinn, Bo van Pelt, hefur forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður Karolínu. Hann hefur þriggja högga forystu á landa sinn, Jim Furyk.

Það var leiðindaveður á Quail Hollow-vellinum í gær og 74 kylfingar náðu ekki að ljúka hringnum. Hinn þrítugi Bo van Pelt kunni greinilega vel við sig því hann lék á 64 höggum og jafnaði vallarmet Kirks Triplett frá því fyrir tveimur árum. Van Pelt er samtals á 10 höggum undir pari og hefur þriggja högga forystu á Jim Furyk.

Furyk hafði forystu eftir 18 holur ásamt Suður Afríkumönnunum Trevor Immelmann og Rory Sabatini og Bandaríkjamannium Billy Haas. Sabatini lék í gær á einu yfir pari en Immelmann varð að hætta keppni eftir 15 holur og Billy Haas náði aðeins að ljúka 8 holum áður en keppni var frestað vegna veðurs.

Sýnt verður beint frá lokahringnum á Sýn, annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×