Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki.
Haukar taka á móti Val í dag
