Húrra fyrir Dorrit 13. maí 2006 13:02 Klippari Blaðsins var að tuða yfir Dorrit. Að hún sé í þeirri stöðu að henni sé sæmst að þegja um alþjóðamál. Kannski er það rétt að einhverju leyti. Hún er gift forseta Íslands. En þess er líka að gæta Dorrit er sjálfstæð persóna, hún er ekki ennþá íslenskur ríkisborgari (sem er barasta ágætt hjá henni), hún hefur ekki verið kjörin í neitt embætti eða verið í framboði - og vegna upprunans er tæplega hægt að banna henni að hafa skoðanir á Ísrael. Með leiðinlegri endurminningum sem ég á er að hafa lent í líkamsleit og yfirheyrslu á flugvelli í Ísrael. Þetta tók sirka þrjá tíma. Ég missti af flugvél. Ég fattaði aldrei hvað tilefnið var, kannski vissu þeir að ég hafði verið að ferðast á svæðum Palestínumanna. Tortryggni er skiljanleg í ríki sem á svo marga óvini, en hermennskuandinn sem einkennir Ísrael er mjög ógeðfelldur. Það er kannski lýðræðisríki - en það er alveg á mörkunum. Í Ísrael ríkir mikil spenna milli ofsatrúarmanna sem gerast sífellt frekari - eru á góðri leið með að eyðileggja ríkið - og veraldlega þenkjandi fólks sem dreymir um að Ísrael geti verið eins og hvert annað vestrænt land. Margir Ísraelsmenn af síðarnefnda taginu hafa verið að forða sér burt undanfarinn áratug. Þetta er fólk sem hugsar eins og Dorrit. Hún talar máli þess þegar hún segir að Jerúsalem skuli vera alþjóðleg borg. --- --- --- Hér er athyglisverð samantekt. Er stjórnmálaástandið svona slæmt í Bandaríkjunum? Jú, er það ekki. Þar situr óhæf ríkisstjórn sem æ fleiri snúa baki við, hálfpartinn lömuð vegna þess að ferill hennar hefur verið slíkt klúður. Verst að Bush á eftir að lafa í embætti í tvö og hálft ár í viðbót. Þetta kusu Bandaríkjamenn yfir sig. Þá koma loks kosningar. Maður getur vonað að þá verði Hillary Clinton í framboði á móti John McCain. Tveir afskaplega hæfir frambjóðendur. Guð forði okkur frá einhverri afturgöngu úr núverandi ríkisstjórn - eins og til dæmis Condolezza Rice. --- --- --- Það væri eiginlega hægt að hafa sérstakan dálk hér á síðunni með óvæntu gríni úr Morgunblaðinu. Ég nefndi um daginn hina kátlegu umfjöllun um Kastljósið og Baug - hér er eitt til. Stöðugar vangaveltur Styrmis um með hverjum Sjálfstæðisflokkurinn skuli vinna eftir kosningarnar - hin eina rétta partner:"Margt bendir til að meiri og meiri samstaða sé að verða á milli sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Samstarf á milli Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra liggur beint við enda grundvallarsjónarmið þessara tveggja flokka áþekk. Og ekki er hægt að útiloka samstarf við Framsóknarflokkinn í borgarstjórn nái flokkurinn á annað borð manni í borgarstjórn." Vinstri grænir...nei Frjálslyndir...nei annars Framsókn... - en skyldu VG-arar skrifa undir að grundvallarsjónarmið flokkanna séu áþekk? --- --- --- Er brandarinn um Sylvíu Nótt að súrna? Það er eins og þetta sé hætt að vera fyndið - sé bara agressívt. Eitt af því sem ég nenni ekki að gera í Grikklandi í sumar er að svara fyrir Sylvíu Nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Klippari Blaðsins var að tuða yfir Dorrit. Að hún sé í þeirri stöðu að henni sé sæmst að þegja um alþjóðamál. Kannski er það rétt að einhverju leyti. Hún er gift forseta Íslands. En þess er líka að gæta Dorrit er sjálfstæð persóna, hún er ekki ennþá íslenskur ríkisborgari (sem er barasta ágætt hjá henni), hún hefur ekki verið kjörin í neitt embætti eða verið í framboði - og vegna upprunans er tæplega hægt að banna henni að hafa skoðanir á Ísrael. Með leiðinlegri endurminningum sem ég á er að hafa lent í líkamsleit og yfirheyrslu á flugvelli í Ísrael. Þetta tók sirka þrjá tíma. Ég missti af flugvél. Ég fattaði aldrei hvað tilefnið var, kannski vissu þeir að ég hafði verið að ferðast á svæðum Palestínumanna. Tortryggni er skiljanleg í ríki sem á svo marga óvini, en hermennskuandinn sem einkennir Ísrael er mjög ógeðfelldur. Það er kannski lýðræðisríki - en það er alveg á mörkunum. Í Ísrael ríkir mikil spenna milli ofsatrúarmanna sem gerast sífellt frekari - eru á góðri leið með að eyðileggja ríkið - og veraldlega þenkjandi fólks sem dreymir um að Ísrael geti verið eins og hvert annað vestrænt land. Margir Ísraelsmenn af síðarnefnda taginu hafa verið að forða sér burt undanfarinn áratug. Þetta er fólk sem hugsar eins og Dorrit. Hún talar máli þess þegar hún segir að Jerúsalem skuli vera alþjóðleg borg. --- --- --- Hér er athyglisverð samantekt. Er stjórnmálaástandið svona slæmt í Bandaríkjunum? Jú, er það ekki. Þar situr óhæf ríkisstjórn sem æ fleiri snúa baki við, hálfpartinn lömuð vegna þess að ferill hennar hefur verið slíkt klúður. Verst að Bush á eftir að lafa í embætti í tvö og hálft ár í viðbót. Þetta kusu Bandaríkjamenn yfir sig. Þá koma loks kosningar. Maður getur vonað að þá verði Hillary Clinton í framboði á móti John McCain. Tveir afskaplega hæfir frambjóðendur. Guð forði okkur frá einhverri afturgöngu úr núverandi ríkisstjórn - eins og til dæmis Condolezza Rice. --- --- --- Það væri eiginlega hægt að hafa sérstakan dálk hér á síðunni með óvæntu gríni úr Morgunblaðinu. Ég nefndi um daginn hina kátlegu umfjöllun um Kastljósið og Baug - hér er eitt til. Stöðugar vangaveltur Styrmis um með hverjum Sjálfstæðisflokkurinn skuli vinna eftir kosningarnar - hin eina rétta partner:"Margt bendir til að meiri og meiri samstaða sé að verða á milli sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Samstarf á milli Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra liggur beint við enda grundvallarsjónarmið þessara tveggja flokka áþekk. Og ekki er hægt að útiloka samstarf við Framsóknarflokkinn í borgarstjórn nái flokkurinn á annað borð manni í borgarstjórn." Vinstri grænir...nei Frjálslyndir...nei annars Framsókn... - en skyldu VG-arar skrifa undir að grundvallarsjónarmið flokkanna séu áþekk? --- --- --- Er brandarinn um Sylvíu Nótt að súrna? Það er eins og þetta sé hætt að vera fyndið - sé bara agressívt. Eitt af því sem ég nenni ekki að gera í Grikklandi í sumar er að svara fyrir Sylvíu Nótt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun