Innlent

Framsókn tapar miklu fylgi í Kópavogi

Framsóknarflokkurinn hefur tapað ríflega tveimur þriðju af fylgi sínu í Kópavogi ef marka má könnun Gallup sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Framsókn mælist nú með átta prósenta fylgi en var með 28 prósent í síðustu kosningum árið 2002. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur í bæjarfélaginu og mælist með 44.3 prósent, Samfylkingin 35,6 oig Vinstri - grænir tólf prósent. Miðað við þetta fengju sjálfstæðismenn 5 menn kjörna, Samfylkingin 4, Vinstri grænir einn og Framsóknaflokkurinn einn ef kosið yrði nú í Kópavogi. Svarhlutfall í könnuninni var 70 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×