Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki 24. maí 2006 13:06 Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Glitnis banka til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum nái bankinn fótfestu á norrænum verðbréfamarkaði og styrki stöðu sína bæði í Noregi og á Norðurlöndunum. Fischer Partners var með 4,4% markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands, á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem gerir það að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni að Glitnir Securities í Noregi og Fischer Partners í Svíþjóð verði öflugir samherjar á norrænum verðbréfamarkaði. Kaupin styrki stöðu Glitnis í Noregi og renni stoðum undir frekari vöxt í Skandinavíu. Helstu viðskiptavinir Fischer Partners eru fagfjárfestar og fjársterkir einstaklingar sem gera miklar kröfur um sveigjanleika, þjónustu og skjótan aðgang að markaði, að sögn Anders Fellmann, forstjóri Invik og stjórnarformanns Fischer Partners. Þá er haft eftir Frank O. Reite, framkvæmdastjóra Glitnis í Noregi, að Glitnir áformi að efla og þróa kjarnastarfsemi Fischer Partners og sé það í takt við þann hátt sem Glitnir hefur haft við yfirtökur í Noregi. Samanlögð markaðshlutdeild Fischer Partners og Glitnir Securities á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 5,7 prósent í Noregi. Fischer Partners er aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Riga, Tallin, Vilníus, Varsjá og Eurex. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 12,6 milljón sænskra króna, jafnvirði 126,6 milljónum íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 37,9 milljónum sænskra króna, tæpum 381 milljón íslenskra króna. Fischer Partners hefur aðsetur í Stokkhólmi og hjá fyrirtækinu starfa 75 starfsmenn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Glitnis banka til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum nái bankinn fótfestu á norrænum verðbréfamarkaði og styrki stöðu sína bæði í Noregi og á Norðurlöndunum. Fischer Partners var með 4,4% markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands, á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem gerir það að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni að Glitnir Securities í Noregi og Fischer Partners í Svíþjóð verði öflugir samherjar á norrænum verðbréfamarkaði. Kaupin styrki stöðu Glitnis í Noregi og renni stoðum undir frekari vöxt í Skandinavíu. Helstu viðskiptavinir Fischer Partners eru fagfjárfestar og fjársterkir einstaklingar sem gera miklar kröfur um sveigjanleika, þjónustu og skjótan aðgang að markaði, að sögn Anders Fellmann, forstjóri Invik og stjórnarformanns Fischer Partners. Þá er haft eftir Frank O. Reite, framkvæmdastjóra Glitnis í Noregi, að Glitnir áformi að efla og þróa kjarnastarfsemi Fischer Partners og sé það í takt við þann hátt sem Glitnir hefur haft við yfirtökur í Noregi. Samanlögð markaðshlutdeild Fischer Partners og Glitnir Securities á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 5,7 prósent í Noregi. Fischer Partners er aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Riga, Tallin, Vilníus, Varsjá og Eurex. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 12,6 milljón sænskra króna, jafnvirði 126,6 milljónum íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 37,9 milljónum sænskra króna, tæpum 381 milljón íslenskra króna. Fischer Partners hefur aðsetur í Stokkhólmi og hjá fyrirtækinu starfa 75 starfsmenn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira