Viðskipti erlent

Barr býður hærra í Pliva

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hafa boðið 2,1 milljarð Bandaríkjadal, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Tilboðið er 250 milljónum dölum hærra en tilboðið sem Actavis gerði í Pliva í apríl.

Verði af kaupum verðum þetta í fyrsta sinn sem bandarískt lyfjafyrirtæki haslar sér völl á samheitalyfjamarkaðnum í Evrópu.

Tilboð Actavis hljóðaði upp á 1,85 milljarða dali, jafnvirði 145 milljarða íslenskra króna.

Í Financial Times segir að vegna hækkunar stýrivaxta hér á landi og gengislækkunar krónunnar sé dregið í efa að fyrirtækjasamstæður hér á landi geti haldið áfram kaupum á erlendum fyrirtækjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×