Innlent

Umræðu um RÚV ólokið

MYND/Stefán

Fundi Alþingis lauk nú á tíunda tímanum, en frá því um miðjan dag hefur staðið yfir þriðja umræða um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins.

Eins og komið hefur fram í fréttum er mikill ágreiningur um það milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því vilja margir taka máls um frumvarpið. Heitar umræður hafa verið á þingi í dag þar sem einnig er tekist á um frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Óljóst er hvenær þingmenn fara í sumarfrí enda eru 108 mál á dagskrá þingsins. Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins halda áfram á fimmtudag en á morgun er fyrirspurnartími í þinginu og hefst hann klukkan hálftvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×