Innlent

Valgerður vill rannsókn vegna áletrunar á borða

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sent lögreglustjóranum í Reykjavík bréf vegna áletrunar á mótmælaborða í göngu Íslandsvina síðastliðinn laugardag.

 

 



Borðinn umdeildi sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur beðið um lögreglurannsókn á.

Myndir af borðanum birtust að sögn Valgerðar bæði í fréttum NFS og í Fréttablaðinu á sunnudag, en á honum stóð: "Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". Valgerður gerir þetta að umtalsefni á heimasíðu sinni og spyr hvort allt sé leyfilegt gagnvart ráðherrum eða öðrum, sem vinni skyldustörf sín og framfylgi ákvörðun Alþingis eins og um sé að ræða varðandi byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Á spjaldinu sé um hótun um ofbeldi gegn henni, en slíkt varði við almenn hegningarlög og því hafi hún sent lögreglu beiðni um að rannsaka málið.

Pistill Valgerðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×