Innlent

Viðræðum J- og D-lista á Dalvík slitið

Sjálfstæðismenn hafa slitið meirihlutaviðræðum við J-lista óháðra í Dalvíkurbyggð eftir skamman tíma. Þær hófust á þriðjudag eftir að viðræður sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og vinstri - grænna um meirihlutasamstarf fóru út um þúfur. Haft er eftir oddvita sjálfstæðismanna á degi.net að ástæður viðræðuslita J- og D-lista séu fréttaflutningur og viðtöl um viðræðurnar. Þær hafi hleypt illu blóði í fólk. Svanfríður Jónasdóttir, oddviti J-listans, sagði engar viðræður hafnar við aðra flokka en J-listinn fékk þrjá menn kjörna í sjö manna bæjarstjórn og getur því myndað meirihluta með hverjum sem er á Dalvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×